Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 18:30 Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira