Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 10:45 Það gæti tekið lengri tíma en áður hefur verið talið að fá flugvélarnar sem um ræðir aftur í loftið. AP/Ted S. Warren Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust í október við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Þeir runnu þó út á tíma og flugvélin brotlenti í Jöfuhafi svo 189 manns létu lífið. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir þremur heimildarmönnum sínum sem heyrt hafa upptökur úr flugritum flugvélarinnar.Önnur flugvél af sömu gerð brotlenti í Eþíópíu fyrir skömmu og í kjölfar þessa hafa allar 737 MAX 8 og 9 flugvélar Boeing verið kyrrsettar. Rannsakendur flugslyssins í Indónesíu skoða nú af hverju sjálfstýring flugvélarinnar lækkaði flugið vegna gallaðs skynjara og hvort að flugmennirnir hafi hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við neyðartilfellinu. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Virðast ekki hafa áttað sig á vandanum Um er að ræða nýtt kerfi í flugvélum Boeing sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris. Það kallast Maneuvering Characteristics Augmentation System eða MCAS. Einn heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á því stýrisstillarnir hefðu verið færðir aftur, sem setur þotuna í dýfu. „Þeir hugsuðu bara út í hraða og hæð. Það var það eina sem þeir töluðu um,“ sagði heimildarmaðurinn. Boeing segir ferli til staðar sem nota megi til að bregðast við þessu ástandi og í bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda flugslyssins segir að aðrir flugmenn á sömu vél hafi lent í sömu vandræðum kvöldið áður og en þeir hafi brugðist við því og komist hjá slysi. Þeir hafi þó ekki látið næstu áhöfn flugvélarinnar vita af því. Heimildarmennirnir segja flugmennina hafa verið rólega á meðan á þessu stóð. Skömmu áður en flugvélin brotlenti þagði flugstjórinn, sem var frá Indlandi, en flugmaðurinn, sem var frá Indónesíu, biðlaði til guðs.Skoðuðu kerfið ekki sérstaklega Engar niðurstöður hafa verið opinberaðar í rannsókninni á flugslysinu í Eþíópíu að öðru leyti en að rannsakendur og fleiri segja skýr líkindi með flugslysunum tveimur. Boeing vinnur nú að því að uppfæra hugbúnað flugvélanna svo MCAS-kerfið geti í raun ekki tekið yfir stjórn þeirra. Forsvarsmenn Boeing vonast til þess að flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, gefi grænt ljós á uppfærsluna í lok mánaðarins. Leiðtogar í Evrópu og víðar hafa hins vegar sagt að kyrrsetningu flugvélanna verði ekki aflétt fyrr en flugmálayfirvöld þeirra ríkja sem um ræðir hafi framkvæmt eigin rannsókn á uppfærslunni. Elain L. Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað innra eftirliti FAA að rannsaka vottunarferli stofnunarinnar. New York Times segir að þegar starfsmenn FAA hafi vottað farþegaþoturnar hafi þeir ekki skoðað MCAS-kerfið sérstaklega. Þá var 737 MAX fyrsta flugvélin sem FAA vottaði samkvæmt nýjum reglum sem veittu framleiðendum meira vald varðandi vottunarferlið.Samkvæmt Seattle Times hefur Boeing lengi reitt sig á gæðastimpil FAA og hafa önnur ríki fylgt því eftir. Þessar nýjustu vendingar eru til marks um að það sé að breytast og að það gæti tekið Boeing lengri tíma en áður hefur verið talið að koma flugvélunum aftur í loftið. Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en "allar upplýsingar liggja formlega fyrir“. 18. mars 2019 13:45 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. 14. mars 2019 22:45 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust í október við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Þeir runnu þó út á tíma og flugvélin brotlenti í Jöfuhafi svo 189 manns létu lífið. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir þremur heimildarmönnum sínum sem heyrt hafa upptökur úr flugritum flugvélarinnar.Önnur flugvél af sömu gerð brotlenti í Eþíópíu fyrir skömmu og í kjölfar þessa hafa allar 737 MAX 8 og 9 flugvélar Boeing verið kyrrsettar. Rannsakendur flugslyssins í Indónesíu skoða nú af hverju sjálfstýring flugvélarinnar lækkaði flugið vegna gallaðs skynjara og hvort að flugmennirnir hafi hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við neyðartilfellinu. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Virðast ekki hafa áttað sig á vandanum Um er að ræða nýtt kerfi í flugvélum Boeing sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris. Það kallast Maneuvering Characteristics Augmentation System eða MCAS. Einn heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á því stýrisstillarnir hefðu verið færðir aftur, sem setur þotuna í dýfu. „Þeir hugsuðu bara út í hraða og hæð. Það var það eina sem þeir töluðu um,“ sagði heimildarmaðurinn. Boeing segir ferli til staðar sem nota megi til að bregðast við þessu ástandi og í bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda flugslyssins segir að aðrir flugmenn á sömu vél hafi lent í sömu vandræðum kvöldið áður og en þeir hafi brugðist við því og komist hjá slysi. Þeir hafi þó ekki látið næstu áhöfn flugvélarinnar vita af því. Heimildarmennirnir segja flugmennina hafa verið rólega á meðan á þessu stóð. Skömmu áður en flugvélin brotlenti þagði flugstjórinn, sem var frá Indlandi, en flugmaðurinn, sem var frá Indónesíu, biðlaði til guðs.Skoðuðu kerfið ekki sérstaklega Engar niðurstöður hafa verið opinberaðar í rannsókninni á flugslysinu í Eþíópíu að öðru leyti en að rannsakendur og fleiri segja skýr líkindi með flugslysunum tveimur. Boeing vinnur nú að því að uppfæra hugbúnað flugvélanna svo MCAS-kerfið geti í raun ekki tekið yfir stjórn þeirra. Forsvarsmenn Boeing vonast til þess að flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, gefi grænt ljós á uppfærsluna í lok mánaðarins. Leiðtogar í Evrópu og víðar hafa hins vegar sagt að kyrrsetningu flugvélanna verði ekki aflétt fyrr en flugmálayfirvöld þeirra ríkja sem um ræðir hafi framkvæmt eigin rannsókn á uppfærslunni. Elain L. Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað innra eftirliti FAA að rannsaka vottunarferli stofnunarinnar. New York Times segir að þegar starfsmenn FAA hafi vottað farþegaþoturnar hafi þeir ekki skoðað MCAS-kerfið sérstaklega. Þá var 737 MAX fyrsta flugvélin sem FAA vottaði samkvæmt nýjum reglum sem veittu framleiðendum meira vald varðandi vottunarferlið.Samkvæmt Seattle Times hefur Boeing lengi reitt sig á gæðastimpil FAA og hafa önnur ríki fylgt því eftir. Þessar nýjustu vendingar eru til marks um að það sé að breytast og að það gæti tekið Boeing lengri tíma en áður hefur verið talið að koma flugvélunum aftur í loftið.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en "allar upplýsingar liggja formlega fyrir“. 18. mars 2019 13:45 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. 14. mars 2019 22:45 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en "allar upplýsingar liggja formlega fyrir“. 18. mars 2019 13:45
Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. 14. mars 2019 22:45
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00