Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að fara bakdyramegin inn á EM 2020 samkvæmt spá úrslitaþjónustunnar Gracenote.
Það eru 53 prósent líkur á því að Íslands komist á EM en aðeins 42 prósent líkur á því að Ísland náði öðru sætinu í riðlinum.
Verði íslenska liðið í þriðja sæti þá þarf liðið að fara í gegnum umspilið sem fer fram í lok marsmánaðar 2020.
Þar taka þær þjóðir þátt sem ekki komust á EM í gegnum riðla undankeppninnar.
Samkvæmt spá Gracenote munu eftirtaldar tuttugu þjóðir komast beint á EM 2020. Frakkland, Belgía, Spánn, England, Holland, Portúgal, Þýskaland, Króatía, Sviss og Ítalía eiga að vinna sína riðla og Danmörk, Austurríki, Bosnía, Pólland, Serbía, Rússland, Tékkland, Wales, Svíþjóð og Tyrkland eru líklegust til að taka annað sætið í sínum riðlum.
Í umspilinu myndi Ísland lenda á móti þjóðum sem væru ekki búnar að tryggja sig inn á EM. Mestar líkur eru á að í umspilinu með Íslandi verði þjóðir eins og Wales (52 prósent), Írland (50 prósent) og Slóvakía (50 prósent).
Það er ljóst að leikir á móti þessum þjóðum verða allt annað en auðveldir og aðeins eitt af þessum fjórum þjóðum myndi geta unnið sér sæti á EM sem færi fram tæpum þremur mánuðum síðar.
Ísland þarf að fara í gegn umspil A-deildarinnar og fær því alltaf sterkustu þjóðirnar sem hafa ekki þegar tryggt sér sæti á EM alls staðar.
Lars Lagerbäck og lærisveinar í norska landsliðinu enda líklega einnig í umspili en ekki í umspilinu með Íslandi. Þeir myndu fara í gegn C-deildar umspilið og mæta þjóðum eins og Finnlandi, Skotland og Ungverjalandi.
Gracenote telur það líklegast að í umspili B-deildarinnar endi Búlgaría, Norður-Írland, Ísrael og Úkraína.
Í umspili D-deildarinnar verða líklega Hvíta-Rússland, Georgía, Kósovó og Makedónía.
Spá því að Ísland fari bakdyramegin inn á EM og þá bíða líklegast þessar þjóðir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn
Fleiri fréttir
