Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. febrúar 2019 11:54 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17