Tollvörður varð fyrir eitrun við skoðun á hraðsendingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:30 Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30