Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“ Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“
Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira