Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2019 22:00 ÍR-ingar höfðu góðar gætur á Ægi Þór Steinarssyni. vísir/vilhelm ÍR er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Magnað afrek hjá ÍR sem endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar. ÍR-ingar hafa nú slegið út liðin í 1. og 2. sæti deildarinnar í úrslitakeppninni. ÍR hefur unnið tvo oddaleiki í röð á útivelli, gegn Stjörnunni og Njarðvík, og raunar hefur liðið unnið fjóra af sex útileikjum sínum í úrslitakeppninni Stjarnan var einu stigi yfir, 22-21, eftir 1. leikhluta. Þegar ein og hálf mínúta var liðin af 2. leikhluta jók Hlynur Bæringsson muninn í átta stig, 29-21, og staða deildar- og bikarmeistaranna góð. Þá rann hamur á Gerald Robinson sem setti niður þrjá þrista á skömmum tíma og sneri leiknum ÍR í hag. ÍR-ingar fengu framlag víða að og í hálfleik voru þrír leikmenn þeirra komnir með ellefu stig eða meira. Daði Berg Grétarsson var óvænt í byrjunarliði ÍR og hann límdi sig á Brandon Rozzell. Bandaríkjamaðurinn skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleik og tók bara fjögur skot. Ægir Þór Steinarsson, sem var frábær í síðasta leik, hafði einnig hægt um sig í kvöld og skoraði bara eina körfu. Saman skoruðu þeir Rozzell aðeins 17 stig. ÍR var 13 stigum yfir í hálfleik, 37-50, og framan af 3. leikhluta gekk allt samkvæmt áætlun. Stjarnan var hins vegar ekki af baki dottinn og kláraði 3. leikhlutann með 12-3 kafla. Fyrir lokaleikhlutann var munurinn tíu stig, 58-68. ÍR-ingar voru áfram í vandræðum í sókninni í upphafi 4. leikhluta en Matthías Orri Sigurðarson hjó á hnútinn með þristi. Um miðbik 4. leikhluta fékk Sigurður Gunnar Þorsteinsson sína fimmtu villu, í stöðunni 63-75. Án hans jók ÍR muninn í 13 stig, 67-80. Þá loksins kom smá kraftur í Stjörnumenn. Þeir náðu ágætis kafla og gerðu lokamínúturnar allavega spennandi. Munurinnn var þó of mikill og ÍR hleypti Stjörnunni aldrei nær en fjórum stigum. Lokatölur 79-83, ÍR í vil.Af hverju vann ÍR? Ægir lék lausum hala í fjórða leiknum þar sem hann skoraði 34 stig. ÍR-ingar lögðu mikla áherslu á að stöðva hann og tókst það. Sömu sögu var að segja af Rozzell sem var í gjörgæslu allan leikinn. ÍR er ekki besta lið deildarinnar þegar kemur að því að setja niður þriggja stiga skot en í kvöld voru Breiðhyltingar heitir. Þeir hittu úr 15 af 35 þriggja stiga skotum sínum, sem gerir 42% nýtingu. Liðsheild ÍR var mjög sterk og sterkari en hjá Stjörnunni þegar á reyndi.Hverjir stóðu upp úr? Robinson læddist með veggjum í 1. leikhluta en hrökk svo í gang. Hann skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Matthías Orri skoraði 20 stig og setti niður sex þrista. Kevin Capers hitti illa en skilaði samt 20 stigum og sjö fráköstum. Þá spilaði Daði Berg frábæra vörn og hélt Rozzell algjörlega niðri. Antti Kanervo var besti maður Stjörnunnar. Hann skoraði 19 stig úr aðeins níu skotum. Hlynur Bæringsson átti einnig fínan leik með 16 stig og ellefu fráköst.Hvað gekk illa? Bakverðir Stjörnunnar áttu slakan leik í kvöld. Ægir gaf vissulega níu stoðsendingar en skoraði aðeins eina körfu. Rozzell hefur haft það orð á sér að vera bestur þegar mest á reynir en sú var ekki raunin í kvöld. Daði Berg tók hann úr sambandi snemma leiks og það kviknaði ekki aftur á Bandaríkjamanninum. Hann var full hógvær og tók aðeins 13 skot. Þrjú þeirra fóru ofan í. Stjörnumönnum gekk líka illa að opna fyrir Kanervo. Þótt Finninn hafi skorað 19 stig fékk hann ekki mörg færi til að láta vaða og tók bara níu skot í leiknum.Hvað gerist næst? ÍR-ingar undirbúa sig nú undir einvígið við KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn. Þar mætast tvö sigursælustu lið íslensks körfubolta. ÍR hefur þó ekki komist í úrslitaeinvígið eftir að úrslitakeppnin var tekin upp (1983-84) og bið þeirra eftir Íslandsmeistaratitli er orðin mjög löng. Stjarnan er hins vegar komin í sumarfrí. Stjörnumenn unnu tvo titla en urðu að horfa á eftir þeim stærsta. Vonbrigði fyrir þetta afar vel mannaða lið sem náði aldrei almennilegu flugi í úrslitakeppninni.Borche: Daði er maður einvígisins Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Ég er mjög ánægður og mjög hátt uppi. Ég er ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. ÍR átti einnig möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum gegn Stjörnunni á mánudaginn. Hann tapaðist og Borche viðurkenndi að hann og leikmennirnir hafi verið of stressaðir í leiknum. „Við brunnum út í fjórða leiknum í Seljaskóla. Við vorum allir of spenntir því þetta gat orðið söguleg stund fyrir ÍR. Við vorum ekki nógu klárir, urðum fljótt taugaveiklaðir og Stjarnan refsaði okkur. En undirbúningurinn fyrir þennan leik var miklu betri. Við erum komnir í úrslit þótt ég trúi því ekki ennþá,“ sagði Borche. ÍR spilaði frábæra vörn á Ægi Þór Steinarsson og Brandon Rozzell sem skoruðu aðeins samtals 17 stig. „Þeir voru sjóðheitir í síðasta leik og sem betur fer kólnuðu þeir. Eftir fjórða leikinn vissi ég að við þyrftum að einbeita okkur að því að stöðva þá,“ sagði Borche sem hafði ekki áhyggjur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk sína fimmtu villu um miðbik 4. leikhluta. „Nei, Trausti [Eiríksson] getur skilað sínu, sérstaklega í vörninni.“ Daði Berg Grétarsson var í byrjunarliði ÍR í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. Borche segir að verkefni hans hafi verið einfalt og hann hafi leyst það fullkomlega. „Hans hlutverk var að stöðva Brandon og hann gerði það. Svo skoraði hann fimm stig. Hann er maður einvígisins,“ sagði Borche sem hlakkar til úrslitaeinvígisins gegn KR. „Við ætlum að fara alla leið,“ sagði þjálfarinn að lokum.Arnar: Vörnin í fyrri hálfleik var ömurleg „Mér líður ömurlega. Við ætluðum okkur stærri hluti en þetta,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir ÍR í oddaleik í kvöld. Stjarnan fékk á sig 50 stig í fyrri hálfleik og það var alltof mikið að sögn Arnars. „Vörnin í fyrri hálfleik var ömurleg,“ sagði Arnar. En hvað hefði mátt fara betur í varnarleik Stjörnunnar fyrstu 20 mínútur leiksins? „Ef ég hefði svarið við því hefðum við stöðvað þá. Við reyndum ákveðna hluti sem gengu ekki upp. Þeir hittu vel og við vorum ekki nógu ákveðnir.“ Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari í vetur en félagið á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Arnari dreymir um að gera stærri og meiri hluti með Stjörnuna. „Okkur langar að koma þessu félagi á hærri stall en þetta. Vonbrigðin eru mikil. En það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði Arnar að endingu. Dominos-deild karla
ÍR er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Magnað afrek hjá ÍR sem endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar. ÍR-ingar hafa nú slegið út liðin í 1. og 2. sæti deildarinnar í úrslitakeppninni. ÍR hefur unnið tvo oddaleiki í röð á útivelli, gegn Stjörnunni og Njarðvík, og raunar hefur liðið unnið fjóra af sex útileikjum sínum í úrslitakeppninni Stjarnan var einu stigi yfir, 22-21, eftir 1. leikhluta. Þegar ein og hálf mínúta var liðin af 2. leikhluta jók Hlynur Bæringsson muninn í átta stig, 29-21, og staða deildar- og bikarmeistaranna góð. Þá rann hamur á Gerald Robinson sem setti niður þrjá þrista á skömmum tíma og sneri leiknum ÍR í hag. ÍR-ingar fengu framlag víða að og í hálfleik voru þrír leikmenn þeirra komnir með ellefu stig eða meira. Daði Berg Grétarsson var óvænt í byrjunarliði ÍR og hann límdi sig á Brandon Rozzell. Bandaríkjamaðurinn skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleik og tók bara fjögur skot. Ægir Þór Steinarsson, sem var frábær í síðasta leik, hafði einnig hægt um sig í kvöld og skoraði bara eina körfu. Saman skoruðu þeir Rozzell aðeins 17 stig. ÍR var 13 stigum yfir í hálfleik, 37-50, og framan af 3. leikhluta gekk allt samkvæmt áætlun. Stjarnan var hins vegar ekki af baki dottinn og kláraði 3. leikhlutann með 12-3 kafla. Fyrir lokaleikhlutann var munurinn tíu stig, 58-68. ÍR-ingar voru áfram í vandræðum í sókninni í upphafi 4. leikhluta en Matthías Orri Sigurðarson hjó á hnútinn með þristi. Um miðbik 4. leikhluta fékk Sigurður Gunnar Þorsteinsson sína fimmtu villu, í stöðunni 63-75. Án hans jók ÍR muninn í 13 stig, 67-80. Þá loksins kom smá kraftur í Stjörnumenn. Þeir náðu ágætis kafla og gerðu lokamínúturnar allavega spennandi. Munurinnn var þó of mikill og ÍR hleypti Stjörnunni aldrei nær en fjórum stigum. Lokatölur 79-83, ÍR í vil.Af hverju vann ÍR? Ægir lék lausum hala í fjórða leiknum þar sem hann skoraði 34 stig. ÍR-ingar lögðu mikla áherslu á að stöðva hann og tókst það. Sömu sögu var að segja af Rozzell sem var í gjörgæslu allan leikinn. ÍR er ekki besta lið deildarinnar þegar kemur að því að setja niður þriggja stiga skot en í kvöld voru Breiðhyltingar heitir. Þeir hittu úr 15 af 35 þriggja stiga skotum sínum, sem gerir 42% nýtingu. Liðsheild ÍR var mjög sterk og sterkari en hjá Stjörnunni þegar á reyndi.Hverjir stóðu upp úr? Robinson læddist með veggjum í 1. leikhluta en hrökk svo í gang. Hann skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Matthías Orri skoraði 20 stig og setti niður sex þrista. Kevin Capers hitti illa en skilaði samt 20 stigum og sjö fráköstum. Þá spilaði Daði Berg frábæra vörn og hélt Rozzell algjörlega niðri. Antti Kanervo var besti maður Stjörnunnar. Hann skoraði 19 stig úr aðeins níu skotum. Hlynur Bæringsson átti einnig fínan leik með 16 stig og ellefu fráköst.Hvað gekk illa? Bakverðir Stjörnunnar áttu slakan leik í kvöld. Ægir gaf vissulega níu stoðsendingar en skoraði aðeins eina körfu. Rozzell hefur haft það orð á sér að vera bestur þegar mest á reynir en sú var ekki raunin í kvöld. Daði Berg tók hann úr sambandi snemma leiks og það kviknaði ekki aftur á Bandaríkjamanninum. Hann var full hógvær og tók aðeins 13 skot. Þrjú þeirra fóru ofan í. Stjörnumönnum gekk líka illa að opna fyrir Kanervo. Þótt Finninn hafi skorað 19 stig fékk hann ekki mörg færi til að láta vaða og tók bara níu skot í leiknum.Hvað gerist næst? ÍR-ingar undirbúa sig nú undir einvígið við KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn. Þar mætast tvö sigursælustu lið íslensks körfubolta. ÍR hefur þó ekki komist í úrslitaeinvígið eftir að úrslitakeppnin var tekin upp (1983-84) og bið þeirra eftir Íslandsmeistaratitli er orðin mjög löng. Stjarnan er hins vegar komin í sumarfrí. Stjörnumenn unnu tvo titla en urðu að horfa á eftir þeim stærsta. Vonbrigði fyrir þetta afar vel mannaða lið sem náði aldrei almennilegu flugi í úrslitakeppninni.Borche: Daði er maður einvígisins Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Ég er mjög ánægður og mjög hátt uppi. Ég er ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. ÍR átti einnig möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum gegn Stjörnunni á mánudaginn. Hann tapaðist og Borche viðurkenndi að hann og leikmennirnir hafi verið of stressaðir í leiknum. „Við brunnum út í fjórða leiknum í Seljaskóla. Við vorum allir of spenntir því þetta gat orðið söguleg stund fyrir ÍR. Við vorum ekki nógu klárir, urðum fljótt taugaveiklaðir og Stjarnan refsaði okkur. En undirbúningurinn fyrir þennan leik var miklu betri. Við erum komnir í úrslit þótt ég trúi því ekki ennþá,“ sagði Borche. ÍR spilaði frábæra vörn á Ægi Þór Steinarsson og Brandon Rozzell sem skoruðu aðeins samtals 17 stig. „Þeir voru sjóðheitir í síðasta leik og sem betur fer kólnuðu þeir. Eftir fjórða leikinn vissi ég að við þyrftum að einbeita okkur að því að stöðva þá,“ sagði Borche sem hafði ekki áhyggjur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk sína fimmtu villu um miðbik 4. leikhluta. „Nei, Trausti [Eiríksson] getur skilað sínu, sérstaklega í vörninni.“ Daði Berg Grétarsson var í byrjunarliði ÍR í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. Borche segir að verkefni hans hafi verið einfalt og hann hafi leyst það fullkomlega. „Hans hlutverk var að stöðva Brandon og hann gerði það. Svo skoraði hann fimm stig. Hann er maður einvígisins,“ sagði Borche sem hlakkar til úrslitaeinvígisins gegn KR. „Við ætlum að fara alla leið,“ sagði þjálfarinn að lokum.Arnar: Vörnin í fyrri hálfleik var ömurleg „Mér líður ömurlega. Við ætluðum okkur stærri hluti en þetta,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir ÍR í oddaleik í kvöld. Stjarnan fékk á sig 50 stig í fyrri hálfleik og það var alltof mikið að sögn Arnars. „Vörnin í fyrri hálfleik var ömurleg,“ sagði Arnar. En hvað hefði mátt fara betur í varnarleik Stjörnunnar fyrstu 20 mínútur leiksins? „Ef ég hefði svarið við því hefðum við stöðvað þá. Við reyndum ákveðna hluti sem gengu ekki upp. Þeir hittu vel og við vorum ekki nógu ákveðnir.“ Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari í vetur en félagið á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Arnari dreymir um að gera stærri og meiri hluti með Stjörnuna. „Okkur langar að koma þessu félagi á hærri stall en þetta. Vonbrigðin eru mikil. En það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði Arnar að endingu.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti