Tölvuþrjótar herja á Norsk Hydro Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2019 16:03 Þessi skilaboð biðu starfsmanna Norsk Hydro í morgun þar sem þeim er ráðlagt að skrá sig ekki inn á net fyrirtækisins. AFP/Terje Pedersen Tölvuárásir hafa sett svip á starfsemi norska álfyrirtækisins Norsk Hydro ASA í dag. Draga hefur þurft úr framleiðslu ýmissa álvera fyrirtækisins, auk þess sem ákvörðun hefur verið tekin um að takmarka sjálfvirkni álveranna meðan á árásunum stendur.Vefsíða Hydro liggur niðri en fyrirtækið hefur greint frá þróun mála á Facebook-síðu sinni í dag auk þess sem blásið var til blaðamannafundar síðdegis. Á fundinum kom meðal annars fram að Hydro hafi reynt eftir fremsta megni að láta tölvuárásina ekki hafa áhrif á framleiðslu sína. Það hafi í meginatriðum tekist, til að mynda hafi verið hægt að vernda orkuver fyrirtækisins undan tölvuóværunni. Engu að síður hafi þrjótunum tekist að trufla stafrænar samskiptaleiðir fyrirtækisins sem varð til þess að stöðva þurfti framleiðslu í nokkrum af minni álverum fyrirtækisins. Ekki hefur verið gefið upp hvaða álver félagsins urðu fyrir barðinu á tölvuárásinni, en þó er talið að þeirra á meðal séu nokkur í Bandaríkjunum og Noregi. Árásin hófst síðastliðna nótt og stendur enn yfir. Starfsmönnum fyrirtækisins var ráðlagt þegar þeir mættu til vinnu í morgun að skrá sig ekki inn í tölvurnar á vinnustöðum sínum eða treysta á þráðlausa netið. Þeir hafa því þurt að reiða sig á snjallsíma sína í dag. Hydro segist ekki vita nákvæmt umfang árásarinnar eða hver stendur á bakvið hana. Að sama skapi liggi ekki fyrir hver fjárhagsleg áhrif árásarinnar verða eða hvenær hægt verður ráða niðurlögum veirunnar. Norsk Hydro rekur ekki álver á Íslandi. Fyrirtækið hafði þó í hyggju að festa kaup á álverinu í Straumsvík í fyrra en ekkert varð af þeim áformum. Noregur Stóriðja Tengdar fréttir Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20. september 2018 11:00 Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tölvuárásir hafa sett svip á starfsemi norska álfyrirtækisins Norsk Hydro ASA í dag. Draga hefur þurft úr framleiðslu ýmissa álvera fyrirtækisins, auk þess sem ákvörðun hefur verið tekin um að takmarka sjálfvirkni álveranna meðan á árásunum stendur.Vefsíða Hydro liggur niðri en fyrirtækið hefur greint frá þróun mála á Facebook-síðu sinni í dag auk þess sem blásið var til blaðamannafundar síðdegis. Á fundinum kom meðal annars fram að Hydro hafi reynt eftir fremsta megni að láta tölvuárásina ekki hafa áhrif á framleiðslu sína. Það hafi í meginatriðum tekist, til að mynda hafi verið hægt að vernda orkuver fyrirtækisins undan tölvuóværunni. Engu að síður hafi þrjótunum tekist að trufla stafrænar samskiptaleiðir fyrirtækisins sem varð til þess að stöðva þurfti framleiðslu í nokkrum af minni álverum fyrirtækisins. Ekki hefur verið gefið upp hvaða álver félagsins urðu fyrir barðinu á tölvuárásinni, en þó er talið að þeirra á meðal séu nokkur í Bandaríkjunum og Noregi. Árásin hófst síðastliðna nótt og stendur enn yfir. Starfsmönnum fyrirtækisins var ráðlagt þegar þeir mættu til vinnu í morgun að skrá sig ekki inn í tölvurnar á vinnustöðum sínum eða treysta á þráðlausa netið. Þeir hafa því þurt að reiða sig á snjallsíma sína í dag. Hydro segist ekki vita nákvæmt umfang árásarinnar eða hver stendur á bakvið hana. Að sama skapi liggi ekki fyrir hver fjárhagsleg áhrif árásarinnar verða eða hvenær hægt verður ráða niðurlögum veirunnar. Norsk Hydro rekur ekki álver á Íslandi. Fyrirtækið hafði þó í hyggju að festa kaup á álverinu í Straumsvík í fyrra en ekkert varð af þeim áformum.
Noregur Stóriðja Tengdar fréttir Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20. september 2018 11:00 Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík. 20. september 2018 11:00
Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. 14. september 2018 12:33