Fótbolti

Sara Björk skoraði í sjö marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara ásamt Caroline Hansen og Pernille Harder. Þær voru allar á skotskónum í dag.
Sara ásamt Caroline Hansen og Pernille Harder. Þær voru allar á skotskónum í dag. vísir/getty
Tvær íslenskar knattspyrnukonur voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með stórsigri á Sand, 7-0.

Yfirburðirnir algjörir en staðan í leikhléi var 5-0 fyrir Wolfsburg. Sara Björk rak síðasta naglann í kistu Sand með því að skora sjöunda markið á 67.mínútu.

Á sama tíma náðu Sandra María Jessen og stöllur hennar í Bayer Leverkusen í eitt stig þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Turbine Potsdam. Bayer Leverkusen á enn möguleika á að bjarga sér frá falli þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×