Millimetrum munaði á Man City og Burnley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aguero fagnar markinu
Aguero fagnar markinu vísir/getty
Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið en liðið vann mikilvægan sigur á Burnley á Turf Moor í dag.

Leikurinn var markalaus lengi vel og stefndi í markalaust jafntefli þegar Sergio Aguero kom boltanum í mark Burnley með miklum naumindum en marklínutækni þurfti til að skera úr um hvort boltinn fór yfir línuna.

Reyndist það eina mark leiksins en Man City lauk leik með fjóra miðverði innan vallar og tókst Burnley ekki að ógna marki gestanna af neinu viti.

Jóhann Berg Guðmundsson hóf leik á varamannabekk Burnley en kom inná á 76.mínútu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira