Fótbolti

Gerrard stýrði Rangers til fyrsta sigursins á Celtic Park í níu ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikola Katic fagnar sigurmarki sínu.
Nikola Katic fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty

Rangers vann 1-2 sigur á Celtic í stórleik í skosku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Rangers á Celtic Park síðan í október 2010.

Með sigrinum minnkuðu strákarnir hans Stevens Gerrard forskot Celtic á toppnum niður í tvö stig. Rangers á auk þess leik til góða á Celtic.

Heimamenn fengu vítaspyrnu á 33. mínútu. Ryan Christie fór á punktinn en Allan McGregor varði frá honum.

Þremur mínútum síðar kom Ryan Kent Rangers yfir. Forystan entist þó aðeins í fimm mínútur því Odsonne Edouard jafnaði fyrir Celtic á 41. mínútu.

Sigurmark Rangers kom svo á 56. mínútu. Nikola Katic skoraði þá eftir sendingu frá Borna Barisic sem lagði upp bæði mörk gestanna. Lokatölur 1-2, Rangers í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×