Hyggst leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst að nýju Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 19:56 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson í Kastljósi í kvöld þar sem hann sagðist ætla leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst aftur í september. Bjarni sagðist upphaflega ætlað að klára málið fyrr í sumar en að lokum ákveðið að taka sér lengri tíma og vanda ákvarðanatökuna vel í samráði við aðra innan flokksins. „Ég hef einfaldlega ákveðið að gefa mér þann tíma sem þessar aðstæður hafa kallað á og hlustað á flokksmenn, og ekki síður þingflokkinn,“ sagði Bjarni. Hann segir Þórdísi Kolbrúnu þekkja vel til þeirra verka sem eru á borði dómsmálaráðuneytisins en hún sinni ráðuneyti sem hún hafi mikinn áhuga á og muni að öllum líkindum halda áfram að sinna starfi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Aðspurður hvort það kæmi til greina að Sigríður Andersen myndi snúa aftur í ríkisstjórn svaraði Bjarni játandi. Hún nyti bæði trausts innan þingflokksins og á meðal flokksmanna, væri reynslumikill ráðherra og einn af öflugustu stjórnmálamönnum landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sætt mikilli gagnrýni frá óánægðum flokksmönnum vegna orkupakkamálsins.vísir/vilhelmLítur ekki á umræðuna sem persónulega árás á sig Mikið hefur verið fjallað um klofning innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. Segja sumir að um sé að ræða átök milli íhaldssamari væng flokksins og þess frjálslyndari. Þá hafa margir áhrifamenn innan flokksins gagnrýnt hann opinberlega, og jafnvel sagt sig úr honum.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Í viðtalinu sagði Bjarni það koma sér á óvart hve hátt umræðan um orkupakkann hafi farið á undanförnum mánuðum. Málið hafi lengi verið á borði Alþingis og verið til umræðu í fyrri ríkisstjórn. Það hafi fengið ítarlega og vandaða afgreiðslu og hann sæi því ekki efnislega ástæðu til þess að vísa því aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, slíkt væri fordæmalaust. „Ég skynja það að mörgum er mjög mikið niðri fyrir og þegar ég hlusta á það sem menn eru að hafa helst áhyggjur af þá segi ég við sjálfan mig: Ég er alveg sammála þessu fólki um mikilvægi orkustefnu fyrir landið, að við getum nýtt orkuna fyrir framfarir í landinu fyrir landsmenn alla, að það skiptir máli að við gefum ekki frá okkur yfirráð í þessum mála flokki og við erum ekki að gera það í þessu tiltekna máli,“ sagði Bjarni og kallaði jafnframt eftir dýpri og skarpari umræðu í þessum málaflokki. Hann gaf lítið fyrir allt tal um klofning innan flokksins, málið væri vissulega umdeilt og slíkt væri skiljanlegt í stórum og breiðum flokki. Flokkurinn væri opinn fyrir umræðum og skoðanaskiptum og þau sjónarmið hefðu verið virt. Hann sagði flokkinn rætt við fólk innan flokksins um þeirra áhyggjuefni og átt í góðu sambandi við flokksmenn, sem sýndi sig hvað best í fjölda opinna funda sem Bjarni sagði vera í kringum sjötíu. Flokkurinn hefði því augljóslega ekkert að fela hvað varðar orkupakkann. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. 30. maí 2014 13:17 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ólíklega halda áfram að gegna stöðu dómsmálaráðherra á komandi þingári. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson í Kastljósi í kvöld þar sem hann sagðist ætla leggja fram tillögu um nýjan dómsmálaráðherra áður en þingið hefst aftur í september. Bjarni sagðist upphaflega ætlað að klára málið fyrr í sumar en að lokum ákveðið að taka sér lengri tíma og vanda ákvarðanatökuna vel í samráði við aðra innan flokksins. „Ég hef einfaldlega ákveðið að gefa mér þann tíma sem þessar aðstæður hafa kallað á og hlustað á flokksmenn, og ekki síður þingflokkinn,“ sagði Bjarni. Hann segir Þórdísi Kolbrúnu þekkja vel til þeirra verka sem eru á borði dómsmálaráðuneytisins en hún sinni ráðuneyti sem hún hafi mikinn áhuga á og muni að öllum líkindum halda áfram að sinna starfi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Aðspurður hvort það kæmi til greina að Sigríður Andersen myndi snúa aftur í ríkisstjórn svaraði Bjarni játandi. Hún nyti bæði trausts innan þingflokksins og á meðal flokksmanna, væri reynslumikill ráðherra og einn af öflugustu stjórnmálamönnum landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sætt mikilli gagnrýni frá óánægðum flokksmönnum vegna orkupakkamálsins.vísir/vilhelmLítur ekki á umræðuna sem persónulega árás á sig Mikið hefur verið fjallað um klofning innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. Segja sumir að um sé að ræða átök milli íhaldssamari væng flokksins og þess frjálslyndari. Þá hafa margir áhrifamenn innan flokksins gagnrýnt hann opinberlega, og jafnvel sagt sig úr honum.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Í viðtalinu sagði Bjarni það koma sér á óvart hve hátt umræðan um orkupakkann hafi farið á undanförnum mánuðum. Málið hafi lengi verið á borði Alþingis og verið til umræðu í fyrri ríkisstjórn. Það hafi fengið ítarlega og vandaða afgreiðslu og hann sæi því ekki efnislega ástæðu til þess að vísa því aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, slíkt væri fordæmalaust. „Ég skynja það að mörgum er mjög mikið niðri fyrir og þegar ég hlusta á það sem menn eru að hafa helst áhyggjur af þá segi ég við sjálfan mig: Ég er alveg sammála þessu fólki um mikilvægi orkustefnu fyrir landið, að við getum nýtt orkuna fyrir framfarir í landinu fyrir landsmenn alla, að það skiptir máli að við gefum ekki frá okkur yfirráð í þessum mála flokki og við erum ekki að gera það í þessu tiltekna máli,“ sagði Bjarni og kallaði jafnframt eftir dýpri og skarpari umræðu í þessum málaflokki. Hann gaf lítið fyrir allt tal um klofning innan flokksins, málið væri vissulega umdeilt og slíkt væri skiljanlegt í stórum og breiðum flokki. Flokkurinn væri opinn fyrir umræðum og skoðanaskiptum og þau sjónarmið hefðu verið virt. Hann sagði flokkinn rætt við fólk innan flokksins um þeirra áhyggjuefni og átt í góðu sambandi við flokksmenn, sem sýndi sig hvað best í fjölda opinna funda sem Bjarni sagði vera í kringum sjötíu. Flokkurinn hefði því augljóslega ekkert að fela hvað varðar orkupakkann.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30 Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. 30. maí 2014 13:17 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli. 11. ágúst 2019 18:30
Gamlir leiðtogar Sjálfstæðisflokks standa með Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur átt sviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Vaxandi gremja er meðal sjálfstæðismanna með stöðuna og þróun mála, en fyrrverandi forystumenn flokksins í borgarstjórn gagnrýna nú félaga sína og taka upp hanskann fyrir Framsókn. 30. maí 2014 13:17
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41