Serbneska stórveldið Rauða stjarnan hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra en það er Dejan Stankovic, fyrrum leikmaður Inter og Lazio.
Þetta er fyrsta þjálfarastarf Stankovic sem gerði garðinn frægan í ítölskum fótbolta á fyrsta áratug þessarar aldar en hann var reyndar aðstoðarþjálfari Udinese um stutt skeið 2014-2015.
Í þjálfarateymi Stankovic er einn maður sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn þekkja vel til því Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, er hluti af nýja teyminu. Hann hætti sem stjóri sænska liðsins Mjallby á dögunum, skömmu eftir að hafa komið liðinu upp í efstu deild Svíþjóðar.
Rauða stjarnan er sigursælasta félag Serbíu og hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, síðast árið 1991.
Milos í þjálfarateymi Stankovic hjá Rauðu stjörnunni
Tengdar fréttir
Milos hættur hjá Mjällby
Milos Milojevic stýrir Mjällby ekki í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Milos orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Malmö
Greint var frá því í gær að Milos Milojevic myndi ekki halda áfram að þjálfa lið Mjällby í Svíþjóð en hann hafði starfað þar síðustu tvö ár.