Byrjun Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er sú besta hjá liði í fimm sterkustu deildum Evrópu frá upphafi.
Í gær vann Liverpool 0-1 útisigur á Tottenham. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og gert eitt jafntefli.
Liverpool hefur fengið 61 stig af 63 mögulegum og er með 16 stiga forskot á Leicester City sem er í 2. sæti.
points for Liverpool!
— Match of the Day (@BBCMOTD) January 11, 2020
The most any team has ever registered after 21 games in a single season across Europe's big five leagues #MOTDpic.twitter.com/GuageRfSad
Ekkert lið í fimm sterkustu deildum Evrópu (England, Spánn, Frakkland, Þýskaland og Ítalía) hefur verið með jafn mörg stig eftir 21 leik og Liverpool í vetur.
Paris Saint-Germain (2018-19), Manchester City (2017-18), Bayern München (2013-14) og Juventus (2018-19) áttu metið sem var 49 stig.
Þrettán af fimmtán bestu byrjunum liða eftir 21 leik hafa komið frá og með tímabilinu 2012-13 eins og sjá má hér fyrir neðan.
These are the best three starts in the Big 5 leagues, then those 15 ranked. LFC have broken PSG's record for Big 5, and MCFC's record for England. It's remarkable how many of these are so recent. pic.twitter.com/yBZwAEqLkj
— Nick Harris (@sportingintel) January 11, 2020
Það hefur þó komið fyrir í öðrum deildum Evrópu að lið hafi verið með 61 stig eftir 21 leik. AZ Alkmaar (1980-81), Celtic (2016-17) og Shakhtar Donetsk (2012-13) afrekuðu það öll.
Ah yes, that's right. pic.twitter.com/0YqFGDlK0V
— Nick Harris (@sportingintel) January 11, 2020
Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester United sunnudaginn 19. janúar. United er eina liðið sem hefur tekið stig af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur.