Erlent

Voyager nálgast útjaðar sólkerfisins

Óli Tynes skrifar
Voyager er að kveðja.
Voyager er að kveðja. Mynd/NASA

Eftir að hafa lagt að baki rúma 17 milljarða kílómetra á 33 ára siglingu sinni um geiminn er bandaríska geimfarið Voyager 1. að nálgast útjaðar sólkerfisins. Ekkert annað geimfar er jafn langt frá jörðu. Vísindamenn merkja þetta meðal annars á öreindaflæðinu um geimfarið. Öreindirnar koma frá sólinn. Flæði þeirra frá sólinni hefur til þessa verið á móti Voyager. Nú er það á hlið. Þegar öreindarflæðið verður svo á eftir geimfarinu er það komið útfyrir sólkerfið. Þá er það á milli stjarnanna.

Voyager 1. var skotið á loft fimmta september árið 1977. Hlutverkið var að skoða ytri pláneturnar, Júpiter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Því verki lauk árið 1989 og þá var Voyager sendur út í djúpgeiminn, í áttina að miðju sólkerfis okkar. Og nú er hann að verða kominn útfyrir það. Geimfarið er náttúrlega knúið sólarraafhlöðum.

Og þrátt fyrir háan aldur og langt ferðalag halda öll mælitæki í Voyager áfram að virka fullkomlega. Fjarlægðin til jarðar er hinsvegar orðin svo mikil að útvarpsbylgjurnar eru sextán klukkustundir á leiðinni. Það er margt afstætt í geimferðum. Til dæmis hugtök eins og „nálgast" og „bráðum."

Bæði eiga við í þessu tilfelli. Það munu samt líða einhver ár áður en hægt er að staðfesta að Voyager sé kominn út á milli stjarnanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×