Fótbolti

Selma Sól lagði upp sigurmarkið á móti erkifjendunum fyrir framan metfjölda áhorfenda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir byrjar vel í Bandaríkjunum.
Selma Sól Magnúsdóttir byrjar vel í Bandaríkjunum. mynd/gamecocksonline.com
Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fer frábærlega af stað í bandarísku háskóladeildinni með stórliði South Carolina Gamecocks.

Hún lagði upp sigurmarkið í fyrsta leiknum sínum á móti Fordham-háskólanum og skoraði svo annað af tveimur mörkum liðsins í sigri á Charleston á sunnudaginn.

Selma Sól bætti svo up betur og lagði upp sigurmarkið í gærkvöldi þegar að South Carolina lagði erkifjendur sína í Clemson, 1-0, fyrir framan 6.354 áhorfendur.

Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá liðinu og Selma Sól því að leggja upp mark fyrir framan metfjölda áhorfenda hjá skóla sem er einn sá allra stærsti í háskólaboltanum.

Selma hefur fengið mikið lof fyrir fyrstu þrjá leiki sína en hún er komin með fjögur stig eftir þrjá leiki. Bandaríkjamenn eru sér á báti þegar að kemur að tölfræði og veita eitt stig fyrir stoðsendingu og tvö stig fyrir mark. Þessi tölfræði rekur uppruna sinn í íshokkí.

Hér að neðan má sjá stoðsendinguna og sigurmarkið í þessum stórleik erkifjendanna South Carolina og Clemson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×