Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 19:30 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26