Sport

Mikið óréttlæti í þessu

 „Eftir þennan leik er orðið óréttlæti það sem fyrst kemur upp í hugann. Við vorum að spila þetta vel og börðumst allan tímann, vorum miklu betri. Svo má setja stórt spurningamerki við það að gefa gul spjöld í báðum vítaspyrnudómunum." sagði Indriði Sigurðsson að leik loknum. „Ég er langt í frá ánægður með þetta dómaratríó á þessum leik. Strax í byrjun er annar línuvörðurinn búinn að hóta mér gulu spjaldi fyrir eitthvað sem ég veit ekki hvað var. Svo nær hann að gefa mér það, ég fékk þarna gult spjald fyrir ekki neitt. Ég sagði kannski eitthvað upphátt með mér en ekkert sem beint var til hans, hann hefur bara tekið það til sín. Þetta var samt ekkert sem verðskuldaði gult spjald." sagði Indriði. „Völlurinn var nokkuð erfiður en þrátt fyrir það náðum við góðu samspili, þetta var besti leikur okkar í langan tíma. Við náðum að jafna og það var ansi súrt að missa það síðan niður, það var ennþá mikill sigurvilji í okkur og við vorum líklegri til að skora ef eitthvað var."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×