"Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs gerir það“ 27. september 2011 11:51 Hlutabréf hækkuðu talsvert í viðskiptum í morgun og er það rakið til vaxandi væntinga um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og leiðtogar á evrusvæðunum nái samkomulagi um lausn á skuldavandanum í evrulöndunum. Verðbréfamiðlari segir það engu skipta, þar sem ríkisstjórnir stjórni ekki heiminum. Hann spáir því að sparifé milljóna manna muni hverfa innan árs. Áhyggjur manna af annarri niðursveiflu eru miklar um þessar mundir og kom það meðal annars fram á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina. Christina Lagarde framkvæmdarstjóri sjóðsins lýsti meðal annars áhyggjum af því að verði skuldavandi evruríkjanna ekki leystur án tafar, gæti það leitt til þess að sjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda. Í morgun hækkuðu síðan hlutabréf umtalsvert í viðskiptum í kauphöllum í Evrópu en það sama á við viðskipti í kauphöllum í Asíu í nótt og í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um tvö þrósent, DAX vísitalan í Þýskalandi um þrjú prósent og Cac vísitalan í París um tvö komma níu prósent. Menn rekja hækkunina til vaxandi væntinga manna um að leiðtogar evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nái samkomulagi um aðgerðir til að leysa skuldavanda evrulandanna. Alessio Rastani er sjálfstæður verðbréfamiðlari en viðtal við hann sem birtist á BBC í gær hefur vakið talsverða athygli. Þar talaði hann nokkuð tæpitungulaust og sagði markaðinn meðal annars stjórnast af ótta og þeir sem þar þekki til viti að hann sé búinn að vera. Rastani líkir ástandinu nú við krabbamein og ef ekkert verði að gert muni það aðeins versna. Hann hvetur síðan fólk til þess að vera viðbúið, nú sé ekki tími til þess að gera ráð fyrir að stjórnvöld leysi vandann. „Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs stjórnar heiminum. Og Goldman Sachs, líkt og hinir stóru stjóðirnir, er alveg sama um þennan björgunarpakka," sagði Rastani meðal annars. Hann segist síðan vilja hjálpa fólki, þar sem almenningur geti alveg eins grætt á niðursveiflunni líkt og verðbréfamiðlarar. „Það fyrsta sem fólk þarf að hafa hafa í huga er að vernda eignirnar sínar, vegna þess að ég spái því að innan tólf mánaða muni sparifé milljóna manna hverfa, og það er aðeins byrjunin." Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu talsvert í viðskiptum í morgun og er það rakið til vaxandi væntinga um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og leiðtogar á evrusvæðunum nái samkomulagi um lausn á skuldavandanum í evrulöndunum. Verðbréfamiðlari segir það engu skipta, þar sem ríkisstjórnir stjórni ekki heiminum. Hann spáir því að sparifé milljóna manna muni hverfa innan árs. Áhyggjur manna af annarri niðursveiflu eru miklar um þessar mundir og kom það meðal annars fram á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina. Christina Lagarde framkvæmdarstjóri sjóðsins lýsti meðal annars áhyggjum af því að verði skuldavandi evruríkjanna ekki leystur án tafar, gæti það leitt til þess að sjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda. Í morgun hækkuðu síðan hlutabréf umtalsvert í viðskiptum í kauphöllum í Evrópu en það sama á við viðskipti í kauphöllum í Asíu í nótt og í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um tvö þrósent, DAX vísitalan í Þýskalandi um þrjú prósent og Cac vísitalan í París um tvö komma níu prósent. Menn rekja hækkunina til vaxandi væntinga manna um að leiðtogar evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nái samkomulagi um aðgerðir til að leysa skuldavanda evrulandanna. Alessio Rastani er sjálfstæður verðbréfamiðlari en viðtal við hann sem birtist á BBC í gær hefur vakið talsverða athygli. Þar talaði hann nokkuð tæpitungulaust og sagði markaðinn meðal annars stjórnast af ótta og þeir sem þar þekki til viti að hann sé búinn að vera. Rastani líkir ástandinu nú við krabbamein og ef ekkert verði að gert muni það aðeins versna. Hann hvetur síðan fólk til þess að vera viðbúið, nú sé ekki tími til þess að gera ráð fyrir að stjórnvöld leysi vandann. „Ríkisstjórnir stjórna ekki heiminum, Goldman Sachs stjórnar heiminum. Og Goldman Sachs, líkt og hinir stóru stjóðirnir, er alveg sama um þennan björgunarpakka," sagði Rastani meðal annars. Hann segist síðan vilja hjálpa fólki, þar sem almenningur geti alveg eins grætt á niðursveiflunni líkt og verðbréfamiðlarar. „Það fyrsta sem fólk þarf að hafa hafa í huga er að vernda eignirnar sínar, vegna þess að ég spái því að innan tólf mánaða muni sparifé milljóna manna hverfa, og það er aðeins byrjunin."
Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira