Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 11:30 Kylian Mbappe hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Hér er hann í leik á móti íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira