Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2016 15:59 Friðrik Smári bar ábyrgð á tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl en umræddur lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni í hans umboði. Vísir/Anton Brink Yfirmenn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014, vilja ekki staðfesta að Karl Steinar hafi útbúið og komið til sín greinargerð um mál lögreglufulltrúa sem um árabil hefur verið bent á að hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Þeir segjast ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Ásakanirnar hafa aldrei verið formlega rannsakaðar af ríkissaksóknara samkvæmt heimildum Vísis en þegar ásakanirnar voru hvað háværastar árið 2011 tilkynnti Karl Steinar undirmönnum sínum að rannsókn á þeim hefðu farið fram. Þær væru ekki á rökum reistar og menn skildu hætta að ræða þær. Karl Steinar sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann hefði sjálfur framkvæmt ákveðna grunnskoðun sem þó mætti ekki kalla rannsókn. Um sé að ræða almenna skoðun þeirra gagna sem liggi fyrir. Út frá því hafi hann útbúið greinargerð sem hann hafi sent til yfirmanna sinna og þannig fylgt öllum reglum. Geta hvorugir staðfest skil á greinargerð Umræddir yfirmenn eru Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis í dag segjast þeir ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Aðspurðir hvort þeir geti ekki staðfest að umrædd greinargerð hafi borist þeim segjast þeir aftur ekki geta tjáð sig um málið. Karl Steinar segist ekki hafa haft neina skoðun á því hvort vísa ætti málinu áfram til ríkissaksóknara. Hann hafi verið of nálægur starfsmönnum til að taka afstöðu til þess. Það hafi verið hlutverk yfirmanna hans. Hann vildi ekkert tjá sig um hvað kom fram í greinargerðinni sem hann segist hafa skilað til Friðriks og Jóns. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Minnist ekki orðalagsins Fundinum sem Karl Steinar boðaði til vegna ásakananna man Karl Steinar eftir. Eins og áður er fram komið fullyrti Karl Steinar á fundinum að rannsókn væri lokið á málinu. Hann segist sjálfur ekki muna orðalagið sem hann notaði.„Ég minnist þess að hafa sagt mínum mönnum að málið væri úr okkar höndum. Við ættum að einbeita okkur að því sem við værum ráðin til þess að gera, sem væri að vinna vinnuna okkar.“ Lögreglufulltrúinn var þrívegis færður til í starfi á síðari hluta ársins 2015. Ábendingar hafa borist yfirmönnum hans árum saman og þá stýrði hann tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem út um þúfur fór í apríl í fyrra. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Yfirmenn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014, vilja ekki staðfesta að Karl Steinar hafi útbúið og komið til sín greinargerð um mál lögreglufulltrúa sem um árabil hefur verið bent á að hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Þeir segjast ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Ásakanirnar hafa aldrei verið formlega rannsakaðar af ríkissaksóknara samkvæmt heimildum Vísis en þegar ásakanirnar voru hvað háværastar árið 2011 tilkynnti Karl Steinar undirmönnum sínum að rannsókn á þeim hefðu farið fram. Þær væru ekki á rökum reistar og menn skildu hætta að ræða þær. Karl Steinar sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann hefði sjálfur framkvæmt ákveðna grunnskoðun sem þó mætti ekki kalla rannsókn. Um sé að ræða almenna skoðun þeirra gagna sem liggi fyrir. Út frá því hafi hann útbúið greinargerð sem hann hafi sent til yfirmanna sinna og þannig fylgt öllum reglum. Geta hvorugir staðfest skil á greinargerð Umræddir yfirmenn eru Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis í dag segjast þeir ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Aðspurðir hvort þeir geti ekki staðfest að umrædd greinargerð hafi borist þeim segjast þeir aftur ekki geta tjáð sig um málið. Karl Steinar segist ekki hafa haft neina skoðun á því hvort vísa ætti málinu áfram til ríkissaksóknara. Hann hafi verið of nálægur starfsmönnum til að taka afstöðu til þess. Það hafi verið hlutverk yfirmanna hans. Hann vildi ekkert tjá sig um hvað kom fram í greinargerðinni sem hann segist hafa skilað til Friðriks og Jóns. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Minnist ekki orðalagsins Fundinum sem Karl Steinar boðaði til vegna ásakananna man Karl Steinar eftir. Eins og áður er fram komið fullyrti Karl Steinar á fundinum að rannsókn væri lokið á málinu. Hann segist sjálfur ekki muna orðalagið sem hann notaði.„Ég minnist þess að hafa sagt mínum mönnum að málið væri úr okkar höndum. Við ættum að einbeita okkur að því sem við værum ráðin til þess að gera, sem væri að vinna vinnuna okkar.“ Lögreglufulltrúinn var þrívegis færður til í starfi á síðari hluta ársins 2015. Ábendingar hafa borist yfirmönnum hans árum saman og þá stýrði hann tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem út um þúfur fór í apríl í fyrra.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00