Brad Pitt og Jennifer Aniston verðlaunuð í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 08:02 Brad Pitt og Jennifer Aniston heilsast hér á SAG-verðlaunahátíðinni í nótt. Getty/Emma McIntyre Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira