Æsispennandi kapphlaup um Meistaradeildarsæti | Hverjir eiga auðveldasta leikjaprógrammið? Ísak Hallmundarson skrifar 6. mars 2020 14:00 Fred og Kante kljást í leik United og Chelsea vísir/getty Meistaradeildarbaráttan í ensku úrvalsdeildinni hefur sjaldan verið jafn spennandi og á þessu tímabili. Nú þegar 10 leikir eru eftir af mótinu eru að minnsta kosti fimm lið sem eru að berjast um Meistaradeildarsæti. Vanalega þurfa lið að enda í 4. sæti eða ofar í deildinni til að komast í Meistaradeildina tímabilið á eftir. Tímabilið í ár gæti hinsvegar verið undantekning ef að keppnisbann Manchester City heldur. Þá kemst liðið sem endar í 5. sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leicester leiða kapphlaupið með 50 stig í 3. sæti en þeim hefur gengið illa að ná í sigra undanfarnar vikur. Chelsea er eins og sakir standa í 4. sætinu með 45 stig og Manchester United eru sæti neðar með 42 stig, jafnmörg stig og Wolves sem eru í 6. sæti. Tottenham og Sheffield United eru síðan í 7. - 8. sæti með 40 stig, en Sheffield á leik til góða á hin liðin. Skoðum hvernig leikjadagskráin er hjá þessum liðum. Jamie Vardy og Brendan Rodgers gætu tekið þátt í Meistaradeildina á næsta tímabilivísir/getty 3. Leicester, 50 stig Aston Villa (H) Watford (Ú) Brighton (H) Everton (Ú) Crystal Palace (H) Arsenal (Ú) Bournemouth (Ú) Sheffield United (H) Tottenham (Ú) Manchester United (H) Leicester hefur tapað sex af síðustu 11 deildarleikjum sínum en eru þrátt fyrir það með átta stiga forskot á Man. Utd og Wolves. Þeir eiga þó tiltölulega þægilega leiki framundan, helmingur leikjanna er gegn liðum í neðri hluta töflunnar, og ættu að geta tryggt sér Meistaradeildarsæti áður en þeir þurfa að mæta Tottenham og Manchester United í síðustu tveimur umferðunum. Takist þeim það hinsvegar ekki gætum við fengið að sjá úrslitaleik um sæti í deild þeirra bestu þegar Leicester tekur á móti Rauðu Djöflunum í lokaumferðinni. Frank Lampard og félagar þurfa að vinna litlu liðin á heimavellivísir/getty 4. Chelsea, 45 stig Everton (H) Aston Villa (Ú) Manchester City (H) West Ham (Ú) Watford (H) Crystal Palace (Ú) Sheffiled United (Ú) Norwich (H) Liverpool (Ú) Wolves (H) Óstöðugleiki hefur einkennt leik Chelsea á þessu tímabili. Liðið var með sex stiga forskot á næstu lið í desember en hefur síðan þá aðeins unnið fimm af síðustu 14 leikjum sínum. Þrátt fyrir það eru þeir enn í 4. sæti með þriggja stiga forskot á næstu lið, sem segir kannski eitthvað um hin liðin. Chelsea þurfa að fara að tengja saman sigra og einn helsti veikleiki þeirra í þessari baráttu er að heimavöllurinn hefur ekki verið það vígi sem hann er vanur að vera. Þeir bláklæddu hafa lent í vandræðum með litlu liðin á heimavelli og hafa á tímabilinu tapað fyrir West Ham, Southampton og Bournemouth á Stamford Bridge. Það er ekki óskastaða að eiga eftir að mæta Manchester City og Liverpool og þurfa einnig að fara til Sheffield á erfiðan útivöll. Það gæti þó unnið eitthvað með Chelsea að leikurinn við Liverpool er í næstsíðustu umferðinni og allt sem bendir til þess að það verði þá þegar búið að krýna Jurgen Klopp og hans lærisveina Englandsmeistara. Leikurinn við Wolves í síðustu umferðinni gæti orðið úrslitaleikur um 4. eða 5. sætið. Bruno Fernandes hefur blásið nýju lífi í sóknarleik Manchester Unitedvísir/getty 5. Manchester United, 42 stig Manchester City (H) Tottenham (Ú) Sheffield United (H) Brighton (Ú) Bournemouth (H) Aston Villa (Ú) Southampton (H) Crystal Palace (Ú) West Ham (H) Leicester (Ú) Næstu þrír leikir verða krefjandi verkefni fyrir Solskjær og lærisveina hans. Það gæti þó verið kostur að fá þá alla í einni bunu, sérstaklega núna þegar liðið hefur verið í góðum gír undanfarnar vikur og ekki tapað í síðustu átta leikjum í öllum keppnum. Það sem hefur hrjáð United á tímabilinu er að þeir eiga í vandræðum með liðin í neðra hluta deildarinnar. Árangurinn gegn liðunum í efri hlutanum er stórfínn, en þegar það er komið að því að sækja sigra gegn neðri hlutanum á útivöllum virðist vanta einhverja hvatningu í hópinn. Eina liðið í neðra hlutanum sem þeir hafa sigrað á útivelli er botnliðið Norwich. Eftir leikinn gegn Sheffield taka við sex leikir gegn liðum í neðri hlutanum og svo mögulegur úrslitaleikur við Leicester. Vandamál United gegn þessum liðum virðist ekki síst stafa af því að þeir eiga erfitt með að skapa færi þegar þeir eiga að stjórna leikjum. Takist Solskjær og félögum að finna leið til að brjóta upp þéttar varnir minni spámanna og vinna leikina sem þeir eiga að vinna verða þeir í góðum málum. Portúgalinn Nuno Espirito Santo hefur staðið sig frábærlega með Wolvesvísir/getty 6. Wolves, 42 stig Brighton (H) West Ham (Ú) Bournemouth (H) Aston Villa (Ú) Arsenal (H) Sheffield (Ú) Everton (H) Burnley (Ú) Crystal Palace (H) Chelsea (Ú) Nuno Espirito Santo hefur haldið áfram að gera góða hluti með lið Wolves á þessu tímabili. Liðið hefur sýnt að það getur vel veitt stóru klúbbunum samkeppni og unnu góðan útisigur gegn Tottenham í síðustu umferð. Wolves hafa þó verið að gera mikið af jafnteflum og hafa líkt og Manchester United aldrei unnið fleiri en tvo deildarleiki í röð á tímabilinu. Fyrirfram á Wolves auðveldasta leikjaprógrammið af liðunum sem eru í efri hluta deildarinnar en það er samt ekkert gefið í þessari deild og sérstaklega ekki undir lokin þegar fallbaráttuliðin eru að berjast fyrir lífi sínu. Wolves er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en það er spurning hvort þeir séu með nógu breiðan hóp til að ná Meistaradeildarsætinu ef þeir komast langt í Evrópudeildinni. Það hefur þó ekki verið að hrjá lærisveina Santo hingað til. Mourinho hefur ekki verið heppnasti stjórinn í deildinni eða hvað?vísir/getty 7. Tottenham, 40 stig Burnley (Ú) Manchester United (H) West Ham (H) Sheffield United (Ú) Everton (H) Bournemouth (Ú) Arsenal (H) Newcastle (Ú) Leicester (H) Crystal Palace (Ú) Gengi Tottenham á þessu tímabili hefur vægast sagt verið ein stór vonbrigði. Undir stjórn Mauricio Pochettino var liðið búið að festa sig í sessi sem Meistaradeildarlið, en stjórn Tottenham ákvað að láta hann fara í nóvember þegar liðið var í neðri hluta töflunnar. Þeir réðu portúgalann stórorða Jose Mourinho í hans stað og gekk það vel í fyrstu. Ýmis áföll hafa hinsvegar sett strik í reikninginn, þá helst meiðsli markavélarinnar Harry Kane og hins Suður-Kóreska Heung-min Son. Mourinho sjálfur talar eins og hann geti ekki beðið eftir að þetta tímabil sé búið og notfærir sér hverja afsökunina á fætur annarri fyrir döpru gengi liðsins. Það er færra um svör innanvallar. Spurs hafa ekki verið að ná í góð úrslit gegn liðunum í kringum sig og eru líklegir til að tapa stigum á móti liðum eins og Leicester, Arsenal, Sheffield, Everton og Man. Utd. Liðið hefur þó oft náð að klára leiki gegn neðri liðunum þrátt fyrir slaka spilamennsku og það er eitthvað sem gæti unnið með Tottenham á lokasprettinum, en ljóst er að margt þarf að breytast til að liðið landi Meistaradeildarsæti og þá kannski ekki síst hugarfar knattspyrnustjórans. Stuðningsmenn Sheffield hafa heldur betur verið að fá eitthvað fyrir peninginn í veturvísir/getty 8. Sheffield United, 40 stigNorwich (H) Aston Villa (Ú) Newcastle (Ú) Manchester United (Ú) Tottenham (H) Burnley (Ú) Wolves (H) Chelsea (H) Leicester (Ú) Everton (H) Southampton (Ú) Hver hefði trúað því fyrir tímabilið að nýliðarnir frá Sheffield væru fimm stigum frá 4. sætinu og ættu leik til góða þegar 10. umferðir eru eftir? Þetta er staðreynd í dag og er árangur Sheffield hingað til verðskuldaður. Liðið er mjög erfitt viðureignar, heimavöllurinn hefur verið vígi og aðeins Liverpool hefur fengið á sig færri mörk en Sheffield. Miðað við stöðugleikann sem þeir hafa sýnt í vetur á liðið góðan möguleika á að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Þeir þurfa samt sem áður að fá eitthvað út úr erfiðum leikjum eins og gegn Man. United á Old Trafford, Leicester á útivelli og Tottenham, Chelsea og Wolves heima. Það yrði meira öskubuskuævintýrið ef Chris Wilder og lærisveinar næðu Meistaradeildarsæti á fyrsta tímabili sínu sem nýliðar í ensku úrvalsdeildinni. Kapphlaupið um sætin í deild þeirra bestu verður líklega æsispennandi og ýmislegt óvænt sem gæti gerst. Manchester United og Wolves gætu einnig tryggt sér sæti með því að vinna Evrópudeildina ef þau ná ekki einu af þeim fjórum Meistaradeildarsætum sem í boði eru í ensku deildinni. Það er mikið í húfi og lokaumferðin gæti orðið rosaleg, þegar annarsvegar Leicester og Man. Utd mætast og hinsvegar Chelsea og Wolves. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Meistaradeildarbaráttan í ensku úrvalsdeildinni hefur sjaldan verið jafn spennandi og á þessu tímabili. Nú þegar 10 leikir eru eftir af mótinu eru að minnsta kosti fimm lið sem eru að berjast um Meistaradeildarsæti. Vanalega þurfa lið að enda í 4. sæti eða ofar í deildinni til að komast í Meistaradeildina tímabilið á eftir. Tímabilið í ár gæti hinsvegar verið undantekning ef að keppnisbann Manchester City heldur. Þá kemst liðið sem endar í 5. sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leicester leiða kapphlaupið með 50 stig í 3. sæti en þeim hefur gengið illa að ná í sigra undanfarnar vikur. Chelsea er eins og sakir standa í 4. sætinu með 45 stig og Manchester United eru sæti neðar með 42 stig, jafnmörg stig og Wolves sem eru í 6. sæti. Tottenham og Sheffield United eru síðan í 7. - 8. sæti með 40 stig, en Sheffield á leik til góða á hin liðin. Skoðum hvernig leikjadagskráin er hjá þessum liðum. Jamie Vardy og Brendan Rodgers gætu tekið þátt í Meistaradeildina á næsta tímabilivísir/getty 3. Leicester, 50 stig Aston Villa (H) Watford (Ú) Brighton (H) Everton (Ú) Crystal Palace (H) Arsenal (Ú) Bournemouth (Ú) Sheffield United (H) Tottenham (Ú) Manchester United (H) Leicester hefur tapað sex af síðustu 11 deildarleikjum sínum en eru þrátt fyrir það með átta stiga forskot á Man. Utd og Wolves. Þeir eiga þó tiltölulega þægilega leiki framundan, helmingur leikjanna er gegn liðum í neðri hluta töflunnar, og ættu að geta tryggt sér Meistaradeildarsæti áður en þeir þurfa að mæta Tottenham og Manchester United í síðustu tveimur umferðunum. Takist þeim það hinsvegar ekki gætum við fengið að sjá úrslitaleik um sæti í deild þeirra bestu þegar Leicester tekur á móti Rauðu Djöflunum í lokaumferðinni. Frank Lampard og félagar þurfa að vinna litlu liðin á heimavellivísir/getty 4. Chelsea, 45 stig Everton (H) Aston Villa (Ú) Manchester City (H) West Ham (Ú) Watford (H) Crystal Palace (Ú) Sheffiled United (Ú) Norwich (H) Liverpool (Ú) Wolves (H) Óstöðugleiki hefur einkennt leik Chelsea á þessu tímabili. Liðið var með sex stiga forskot á næstu lið í desember en hefur síðan þá aðeins unnið fimm af síðustu 14 leikjum sínum. Þrátt fyrir það eru þeir enn í 4. sæti með þriggja stiga forskot á næstu lið, sem segir kannski eitthvað um hin liðin. Chelsea þurfa að fara að tengja saman sigra og einn helsti veikleiki þeirra í þessari baráttu er að heimavöllurinn hefur ekki verið það vígi sem hann er vanur að vera. Þeir bláklæddu hafa lent í vandræðum með litlu liðin á heimavelli og hafa á tímabilinu tapað fyrir West Ham, Southampton og Bournemouth á Stamford Bridge. Það er ekki óskastaða að eiga eftir að mæta Manchester City og Liverpool og þurfa einnig að fara til Sheffield á erfiðan útivöll. Það gæti þó unnið eitthvað með Chelsea að leikurinn við Liverpool er í næstsíðustu umferðinni og allt sem bendir til þess að það verði þá þegar búið að krýna Jurgen Klopp og hans lærisveina Englandsmeistara. Leikurinn við Wolves í síðustu umferðinni gæti orðið úrslitaleikur um 4. eða 5. sætið. Bruno Fernandes hefur blásið nýju lífi í sóknarleik Manchester Unitedvísir/getty 5. Manchester United, 42 stig Manchester City (H) Tottenham (Ú) Sheffield United (H) Brighton (Ú) Bournemouth (H) Aston Villa (Ú) Southampton (H) Crystal Palace (Ú) West Ham (H) Leicester (Ú) Næstu þrír leikir verða krefjandi verkefni fyrir Solskjær og lærisveina hans. Það gæti þó verið kostur að fá þá alla í einni bunu, sérstaklega núna þegar liðið hefur verið í góðum gír undanfarnar vikur og ekki tapað í síðustu átta leikjum í öllum keppnum. Það sem hefur hrjáð United á tímabilinu er að þeir eiga í vandræðum með liðin í neðra hluta deildarinnar. Árangurinn gegn liðunum í efri hlutanum er stórfínn, en þegar það er komið að því að sækja sigra gegn neðri hlutanum á útivöllum virðist vanta einhverja hvatningu í hópinn. Eina liðið í neðra hlutanum sem þeir hafa sigrað á útivelli er botnliðið Norwich. Eftir leikinn gegn Sheffield taka við sex leikir gegn liðum í neðri hlutanum og svo mögulegur úrslitaleikur við Leicester. Vandamál United gegn þessum liðum virðist ekki síst stafa af því að þeir eiga erfitt með að skapa færi þegar þeir eiga að stjórna leikjum. Takist Solskjær og félögum að finna leið til að brjóta upp þéttar varnir minni spámanna og vinna leikina sem þeir eiga að vinna verða þeir í góðum málum. Portúgalinn Nuno Espirito Santo hefur staðið sig frábærlega með Wolvesvísir/getty 6. Wolves, 42 stig Brighton (H) West Ham (Ú) Bournemouth (H) Aston Villa (Ú) Arsenal (H) Sheffield (Ú) Everton (H) Burnley (Ú) Crystal Palace (H) Chelsea (Ú) Nuno Espirito Santo hefur haldið áfram að gera góða hluti með lið Wolves á þessu tímabili. Liðið hefur sýnt að það getur vel veitt stóru klúbbunum samkeppni og unnu góðan útisigur gegn Tottenham í síðustu umferð. Wolves hafa þó verið að gera mikið af jafnteflum og hafa líkt og Manchester United aldrei unnið fleiri en tvo deildarleiki í röð á tímabilinu. Fyrirfram á Wolves auðveldasta leikjaprógrammið af liðunum sem eru í efri hluta deildarinnar en það er samt ekkert gefið í þessari deild og sérstaklega ekki undir lokin þegar fallbaráttuliðin eru að berjast fyrir lífi sínu. Wolves er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en það er spurning hvort þeir séu með nógu breiðan hóp til að ná Meistaradeildarsætinu ef þeir komast langt í Evrópudeildinni. Það hefur þó ekki verið að hrjá lærisveina Santo hingað til. Mourinho hefur ekki verið heppnasti stjórinn í deildinni eða hvað?vísir/getty 7. Tottenham, 40 stig Burnley (Ú) Manchester United (H) West Ham (H) Sheffield United (Ú) Everton (H) Bournemouth (Ú) Arsenal (H) Newcastle (Ú) Leicester (H) Crystal Palace (Ú) Gengi Tottenham á þessu tímabili hefur vægast sagt verið ein stór vonbrigði. Undir stjórn Mauricio Pochettino var liðið búið að festa sig í sessi sem Meistaradeildarlið, en stjórn Tottenham ákvað að láta hann fara í nóvember þegar liðið var í neðri hluta töflunnar. Þeir réðu portúgalann stórorða Jose Mourinho í hans stað og gekk það vel í fyrstu. Ýmis áföll hafa hinsvegar sett strik í reikninginn, þá helst meiðsli markavélarinnar Harry Kane og hins Suður-Kóreska Heung-min Son. Mourinho sjálfur talar eins og hann geti ekki beðið eftir að þetta tímabil sé búið og notfærir sér hverja afsökunina á fætur annarri fyrir döpru gengi liðsins. Það er færra um svör innanvallar. Spurs hafa ekki verið að ná í góð úrslit gegn liðunum í kringum sig og eru líklegir til að tapa stigum á móti liðum eins og Leicester, Arsenal, Sheffield, Everton og Man. Utd. Liðið hefur þó oft náð að klára leiki gegn neðri liðunum þrátt fyrir slaka spilamennsku og það er eitthvað sem gæti unnið með Tottenham á lokasprettinum, en ljóst er að margt þarf að breytast til að liðið landi Meistaradeildarsæti og þá kannski ekki síst hugarfar knattspyrnustjórans. Stuðningsmenn Sheffield hafa heldur betur verið að fá eitthvað fyrir peninginn í veturvísir/getty 8. Sheffield United, 40 stigNorwich (H) Aston Villa (Ú) Newcastle (Ú) Manchester United (Ú) Tottenham (H) Burnley (Ú) Wolves (H) Chelsea (H) Leicester (Ú) Everton (H) Southampton (Ú) Hver hefði trúað því fyrir tímabilið að nýliðarnir frá Sheffield væru fimm stigum frá 4. sætinu og ættu leik til góða þegar 10. umferðir eru eftir? Þetta er staðreynd í dag og er árangur Sheffield hingað til verðskuldaður. Liðið er mjög erfitt viðureignar, heimavöllurinn hefur verið vígi og aðeins Liverpool hefur fengið á sig færri mörk en Sheffield. Miðað við stöðugleikann sem þeir hafa sýnt í vetur á liðið góðan möguleika á að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Þeir þurfa samt sem áður að fá eitthvað út úr erfiðum leikjum eins og gegn Man. United á Old Trafford, Leicester á útivelli og Tottenham, Chelsea og Wolves heima. Það yrði meira öskubuskuævintýrið ef Chris Wilder og lærisveinar næðu Meistaradeildarsæti á fyrsta tímabili sínu sem nýliðar í ensku úrvalsdeildinni. Kapphlaupið um sætin í deild þeirra bestu verður líklega æsispennandi og ýmislegt óvænt sem gæti gerst. Manchester United og Wolves gætu einnig tryggt sér sæti með því að vinna Evrópudeildina ef þau ná ekki einu af þeim fjórum Meistaradeildarsætum sem í boði eru í ensku deildinni. Það er mikið í húfi og lokaumferðin gæti orðið rosaleg, þegar annarsvegar Leicester og Man. Utd mætast og hinsvegar Chelsea og Wolves.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira