Erlent

Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir.

Fyrri sprengingin var bílsprengja sem sprakk á Drottningargötu þar sem jólaverslunin var í fullum gangi. Nokkrir gaskútar voru í bílnum sem sprungu hver af fætur öðrum í nokkrum litlum sprengingum.

Engan sakaði eftir sprengingarnar en um 15 mínútum seinna varð önnur sprenging skammt frá.

Það virðist hafa verið sjálfsmorðssprengjuárás en auk tilræðismannsins særðust tveir vegfarendur.

Stálrör fannst rétt hjá manninum sem bendir til þess að hann hafi notað eins konar rörasprengja og þá var bakpoki mannsins einngi fullur af nöglum.

Haft er eftir vitnum í sænskum fjölmiðlum að tilræðismaðurinn hafi haldið á rörasprengjunni þegar hún sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×