Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 20:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmir lögbannið og segir Sýslumanninn ekki eiga erindi inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla. vísir/stefán „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fyrir hönd félagsins. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi sem byggður var á gögnum úr Glitni. Í fréttum miðlanna var meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins. Að því er fram kemur í grein á press.is, vefsvæði Blaðamannafélags Íslands, telur Hjálmar aðgerðirnar vera aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og að með þeim sé verið að brjóta á rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. „Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela!,“ segir Hjálmar jafnframt. Í greininni er meðal annars fullyrt að afar fátítt sé að lögbann sé sett á gögn sem Íslenskir fjölmiðlar byggja fréttir sínar á.Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu um lögbannið og fordæmdu gjörninginn.PíratarPíratar fordæma lögbanniðÍ yfirlýsingu frá Pírötum er þess krafist að þöggunartilburðum sem þessum linni. „Enn og aftur hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á starfsemi fjölmiðla í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fréttaflutning sem er óheppilegur fyrir fjársterka aðila og fjármálafyrirtæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu og skýr fyrirmæli frá Evrópuráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásættanlegt að skerða tjáningarfrelsi með tálmunum á útgáfu nema í mjög afmörkuðum undantekningar tilfellum,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar eru þeirrar skoðunar að almannahagsmunir vegi þyngra á vogarskálunum en bankaleynd í þessu tilfelli. Vakið er athygli á því að upplýsingar séu forsenda þess að einstaklingur geti borið ábyrgð og getu til að taka ákvarðanir. „Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Píratar vara við afleiðingum þess að næra þöggunarsamfélagið. „Þegar ríkisvaldi er beitt til að hindra starfsemi fjölmiðla er verið að næra skuggahlið okkar samfélags með meiri þöggun. Það er ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Mál sem þessi sé ástæðan fyrir því að Ísland hafi vikið úr fyrsta sæti á heimslistanum á World Press Freedom Index og vermi nú tíunda sætið. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
„Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fyrir hönd félagsins. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi sem byggður var á gögnum úr Glitni. Í fréttum miðlanna var meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins. Að því er fram kemur í grein á press.is, vefsvæði Blaðamannafélags Íslands, telur Hjálmar aðgerðirnar vera aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og að með þeim sé verið að brjóta á rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. „Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela!,“ segir Hjálmar jafnframt. Í greininni er meðal annars fullyrt að afar fátítt sé að lögbann sé sett á gögn sem Íslenskir fjölmiðlar byggja fréttir sínar á.Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu um lögbannið og fordæmdu gjörninginn.PíratarPíratar fordæma lögbanniðÍ yfirlýsingu frá Pírötum er þess krafist að þöggunartilburðum sem þessum linni. „Enn og aftur hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á starfsemi fjölmiðla í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fréttaflutning sem er óheppilegur fyrir fjársterka aðila og fjármálafyrirtæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu og skýr fyrirmæli frá Evrópuráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásættanlegt að skerða tjáningarfrelsi með tálmunum á útgáfu nema í mjög afmörkuðum undantekningar tilfellum,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar eru þeirrar skoðunar að almannahagsmunir vegi þyngra á vogarskálunum en bankaleynd í þessu tilfelli. Vakið er athygli á því að upplýsingar séu forsenda þess að einstaklingur geti borið ábyrgð og getu til að taka ákvarðanir. „Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Píratar vara við afleiðingum þess að næra þöggunarsamfélagið. „Þegar ríkisvaldi er beitt til að hindra starfsemi fjölmiðla er verið að næra skuggahlið okkar samfélags með meiri þöggun. Það er ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Mál sem þessi sé ástæðan fyrir því að Ísland hafi vikið úr fyrsta sæti á heimslistanum á World Press Freedom Index og vermi nú tíunda sætið.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03