Klúður við lagasetningu skálkaskjól pukurs með nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2020 12:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, bréf sem felur í sér ábendingu um lagalega óvissu um Ríkisútvarpið. Vísir Klúður við lagasetningu virðist ætla að reynast stjórn Ríkisútvarpsins vörn í því máli að vilja halda því leyndu fyrir almenningi hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, auk stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem og Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis bréf þar sem fram kemur að þó hann telji ekki forsendur „til að fullyrða að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli,“ hafi hann ritað ráðherra bréf þar sem vakin er sérstök athygli á atriðum sem lúta að gildissviði upplýsingalaga gagnvart Ríkisútvarpinu ohf. Lögin stangast á við vilja löggjafans Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun á kvörtun Vísis vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað, að höfðu samráði við ráðningaskrifstofu Capacent, að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Umboðsmaður telur öll gögn benda í eina átt, þá að það hafi ætíð verið ætlun löggjafans að réttur almennings til atriða á borð við umsóknir um stöðu útvarpsstjóra væri virtur. „Í tilefni af kvörtun yðar hef ég kynnt mér forsögu og orðalag annars vegar þeirra ákvæða upplýsingalaga sem hér reynir á og hins vegar ákvæði laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, frá því að rekstrarformi þess var breytt með lögum nr. 6/2007. Rétt eins og þér bendið á í kvörtun yðar er ljóst að þegar Alþingi samþykkti að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi var það vilji þess að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um starfsemi Ríkisútvarpsins að opinberu hlutafélagi var það vilji þess að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um starfsemi Ríkisútvarpsins væri óbreyttur frá því sem hafði verið meðan það var ríkisstofnun.“ Ónákvæmni við lagasetningu Á þessum tíma, í desember 2012, voru einnig samþykkt ný upplýsingalög númer 140/2012, en með þeim höfðu verið lögfest almenn ákvæði um aðgang almennings að tilteknum upplýsingum hjá lögaðilum sem voru að lágmarki í eigu opinberra aðila í tilteknu hlutfalli. Og til þess kýs úrskurðarnefndin að líta; þar sem réttur almennings til upplýsinga er þrengri. Umboðsmaður segir það vissulega rétt að Alþingi hafi ekki tekið sérstaka afstöðu, svo séð verði, til þess atriðis við endanlega afgreiðslu. „Á móti kemur hins vegar að Alþingi tók heldur ekki sérstaka afstöðu til þess að víkja ætti frá þeim löggjafarvilja sem legið hafði að baki því að mæla fyrir að upplýsingalög ættu að gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. […] Ég tel að sá eindregni vilji Alþingis sem lá að baki því við stofnun Ríkisútvarpsins ohf. að um aðgang almennings að upplýsingum um starfsemi félagsins ættu að gilda hliðstæðar lagareglur og um aðgang að upplýsingum hjá ríkisstofnunum, og þá með sama hætti og var áður en Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag, hafi kallað á að nefndin gæti ekki látið við það sitja að byggja á þögn Alþingis um það tiltekna atriði sem nefndin vísar til þegar hún tók afstöðu til þess hvaða þýðingu 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 hefði við úrlausn á beiðni yðar og þeim sjónarmiðum sem komu fram í kæru yðar til nefndarinnar.“ Vill að ráðherra og nefndir þingsins taki málið til skoðunar Í niðurstöðu umboðsmanns segir að ljóst megi vera að við lagasetninguna hafi ekki verið tekin nægjanlega skýr afstaða til þess að hvaða marki ætlun löggjafans hafi verið að hverfa frá upphaflegu markmiði „og þar með þeirrar óvissu um hver hafi verið ætlun löggjafnas í þessum efnum og ónákvæmni við lagasetningu“ telur umboðsmaður sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að úrskurður úrskurðarnefndar hafi ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Og á þeim forsendum ritar hann ráðherra og nefndum Alþingis bréf. Bréf umboðsmanns er ítarlegt og má sjá skjalið allt í viðhengi hér neðar. Tengd skjöl: Niðurstaða umboðsmanns Alþingis í RÚV-málinu Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur. 2. desember 2019 20:45 Mikilvægt fyrir næsta útvarpsstjóra að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. 8. desember 2019 20:30 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Klúður við lagasetningu virðist ætla að reynast stjórn Ríkisútvarpsins vörn í því máli að vilja halda því leyndu fyrir almenningi hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, auk stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem og Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis bréf þar sem fram kemur að þó hann telji ekki forsendur „til að fullyrða að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli,“ hafi hann ritað ráðherra bréf þar sem vakin er sérstök athygli á atriðum sem lúta að gildissviði upplýsingalaga gagnvart Ríkisútvarpinu ohf. Lögin stangast á við vilja löggjafans Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun á kvörtun Vísis vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað, að höfðu samráði við ráðningaskrifstofu Capacent, að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Umboðsmaður telur öll gögn benda í eina átt, þá að það hafi ætíð verið ætlun löggjafans að réttur almennings til atriða á borð við umsóknir um stöðu útvarpsstjóra væri virtur. „Í tilefni af kvörtun yðar hef ég kynnt mér forsögu og orðalag annars vegar þeirra ákvæða upplýsingalaga sem hér reynir á og hins vegar ákvæði laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, frá því að rekstrarformi þess var breytt með lögum nr. 6/2007. Rétt eins og þér bendið á í kvörtun yðar er ljóst að þegar Alþingi samþykkti að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi var það vilji þess að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um starfsemi Ríkisútvarpsins að opinberu hlutafélagi var það vilji þess að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um starfsemi Ríkisútvarpsins væri óbreyttur frá því sem hafði verið meðan það var ríkisstofnun.“ Ónákvæmni við lagasetningu Á þessum tíma, í desember 2012, voru einnig samþykkt ný upplýsingalög númer 140/2012, en með þeim höfðu verið lögfest almenn ákvæði um aðgang almennings að tilteknum upplýsingum hjá lögaðilum sem voru að lágmarki í eigu opinberra aðila í tilteknu hlutfalli. Og til þess kýs úrskurðarnefndin að líta; þar sem réttur almennings til upplýsinga er þrengri. Umboðsmaður segir það vissulega rétt að Alþingi hafi ekki tekið sérstaka afstöðu, svo séð verði, til þess atriðis við endanlega afgreiðslu. „Á móti kemur hins vegar að Alþingi tók heldur ekki sérstaka afstöðu til þess að víkja ætti frá þeim löggjafarvilja sem legið hafði að baki því að mæla fyrir að upplýsingalög ættu að gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. […] Ég tel að sá eindregni vilji Alþingis sem lá að baki því við stofnun Ríkisútvarpsins ohf. að um aðgang almennings að upplýsingum um starfsemi félagsins ættu að gilda hliðstæðar lagareglur og um aðgang að upplýsingum hjá ríkisstofnunum, og þá með sama hætti og var áður en Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag, hafi kallað á að nefndin gæti ekki látið við það sitja að byggja á þögn Alþingis um það tiltekna atriði sem nefndin vísar til þegar hún tók afstöðu til þess hvaða þýðingu 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 hefði við úrlausn á beiðni yðar og þeim sjónarmiðum sem komu fram í kæru yðar til nefndarinnar.“ Vill að ráðherra og nefndir þingsins taki málið til skoðunar Í niðurstöðu umboðsmanns segir að ljóst megi vera að við lagasetninguna hafi ekki verið tekin nægjanlega skýr afstaða til þess að hvaða marki ætlun löggjafans hafi verið að hverfa frá upphaflegu markmiði „og þar með þeirrar óvissu um hver hafi verið ætlun löggjafnas í þessum efnum og ónákvæmni við lagasetningu“ telur umboðsmaður sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að úrskurður úrskurðarnefndar hafi ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Og á þeim forsendum ritar hann ráðherra og nefndum Alþingis bréf. Bréf umboðsmanns er ítarlegt og má sjá skjalið allt í viðhengi hér neðar. Tengd skjöl: Niðurstaða umboðsmanns Alþingis í RÚV-málinu
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur. 2. desember 2019 20:45 Mikilvægt fyrir næsta útvarpsstjóra að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. 8. desember 2019 20:30 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur. 2. desember 2019 20:45
Mikilvægt fyrir næsta útvarpsstjóra að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. 8. desember 2019 20:30