„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 10:49 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr hér fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erfitt geti verið að greina á milli þess hvort verið sé að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann sat fyrir svörum vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans þá vegna tengsla hans við útgerðarfyrirtækið Samherja. Nefndin beindi fyrirspurnum til ráðherra en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, telur að í svörum sem bárust frá ráðuneytinu séu reglur um hæfi ráðherra túlkaðar allt of þröngt. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng. Vanhæfi kristallist í tveimur hlutverkum Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf fyrstu spurningu sína til ráðherra á því að vísa í áðurnefnt símtal Kristjáns Þórs til Þorsteins Más. Kristján Þór hefur við nokkur tilefni sagt frá umræddu símtali og sagði til að mynda í samtali við RÚV að henni hefði einfaldlega verið að „spyrja hvernig honum [Þorsteini Má] liði“. Kristján Þór og Þorsteinn Már hafa verið vinir um árabil og þá sat Kristján Már í stjórn Samherja fyrir um tveimur áratugum, eins og fram hefur komið. Þá vísaði Guðmundur Andri enn fremur í Kastljósþátt þar sem þáttastjórnandi innti Kristján Þór eftir því hvort honum þætti rétt að hringja beint í „meintan höfuðpaur málsins“. Kristján Þór svaraði því m.a. til að hann hefði hvatt fyrirtækið til að ganga fram og upplýsa um sinn þátt í málinu. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/vilhelm Guðmundur Andri spurði hvort Kristján Þór væri þarna að ræða við Þorsteinn Má sem gamall vinur hans eða sem ráðherra – eða jafnvel hvort tveggja í senn. „Er það kannski kjarni málsins, er það í þessu sem kristallast ákveðið vanhæfi?“ spurðu Guðmundur Andri. Greinir ekki á milli þessarar tilveru „Ég svara þessu stundum að það geti verið erfitt að greina á milli þess hvort maður er að tala við vin eða forsvarsmann fyrirtækis. Þetta er eins og þegar við erum að tala saman,“ sagði Kristján Þór og átti þar við sjálfan sig og Guðmund Andra. Þeir þekktust bæði í gegnum háskólagöngu sína og sem þingmenn. „En ég greini ekki á milli þessarar tilveru. Þú ert einn og sami maðurinn og ég er einn og sami maðurinn. Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala,“ sagði Kristján. Hann teldi það hluta af sinni athafnaskyldu sem ráðherra að koma sjónarmiðum á framfæri þegar mál koma upp þess eðlis að þau geti skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs, líkt og í tilfelli Samherjamálsins. Þess vegna hefði hann sett sig í samband við fyrirtækið Samherja, þ.e. eiganda þess og þáverandi forstjóra Þorstein Más. Þá vilji það svo til að hann hafi átt kunnings- og vinskap við forsvarsmann fyrirtækisins. Þá væri það ekki óeðlilegt, hann hefði sett sig í samband við fleiri fyrirtæki í sama tilgangi við önnur tilefni. „Ég hef haft samband við bændur þegar eitthvað kemur upp á,“ nefndi Kristján Þór sem dæmi.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45