Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2019 18:44 Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Grunur leikur á að vændiskonur frá Austur-Evrópu sem hafa selt vændi hér á landi að undanförnu séu þolendur mansals. Þeim sé stýrt af mönnum erlendis frá. Af samtali blaðamanns við lögregluna að dæma er óhætt að segja að starfsemin sé umfangsmikil. Konurnar virðast alltaf koma aftur og aftur til landsins og er því að minnsta kosti um skipulagða brotastarfsemi að ræða. Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á þessi mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ári hefur lögreglan yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir hins vegar aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum þessara mála.Lögreglan beinir sjónum sínum í auknum mæli að vændismálum Frá áramótum hefur verið lögð gríðarleg áhersla á vændismál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna hafi verið upplýst með frumkvæðisrannsókn en grannt hefur verið fylgst með vefsíðum þar sem vændi er auglýst. Erla Dögg Guðmundsdóttir, lögreglufulltrúi hjá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir markverða aukningu í sölu vændis hér á landi. „Þegar við byrjuðum markvisst að fylgjast með þá vorum við að sjá um það bil 30 vændiskonur starfandi á hverjum tíma. Það hefur orðið aukning á síðastliðnum mánuðum.“ Næstum allir fjörutíu og átta kaupendurnir sem lögregla hefur yfirheyrt á árinu eru íslenskir karlmenn. Erla segir þá vera af öllum stigum samfélagsins. Fyrstu brot í þessum málaflokki varða sektum sem geta náð upp í allt að tvö hundruð þúsund krónur. Sektin sé þó ekki það sem mennirnir hafi áhyggjur af. „Það vakir kannski helst fyrir þeim er að þetta spyrjist ekki út og ekki inn á heimilin,“ segir Erla.Upplifa sig ekki sem fórnarlömb mansals Vændiskonurnar eru í flestum tilfellanna frá Austur-Evrópu. Erla segir að í nokkrum tilfellanna leiki grunur á að það séu aðilar erlendis sem hagnist á starfsemi kvennanna og að um mansal sé að ræða. Málin séu þó flókin þar sem konurnar líti ekki á sig sem þolendur mansals, jafnvel þó lögreglu gruni sterklega að konunum sé stýrt af mönnum erlendis frá. Aðilarnir, sem einnig koma frá Austur Evrópu, hafi greitt fyrir flug þeirra til landsins sem og íbúðina þar sem vændið fer fram. Rannsókn sé enn í fullum gangi. „Fyrst að þeir eru alltaf staddir erlendis höfum við unnið málin í samstarfi við Europol,“ segir Erla og bætir við að áfram verði lögð mikil áhersla á vændismálin. „Ég myndi nú bara sega það að það er orðin töluverð áhætta fyrir menn að kaupa sér vændisþjónustu á Íslandi í dag,“ segir Erla að lokum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45