Klopp styður ákvörðun ensku deildarinnar að hefja æfingar á ný Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 18:58 Klopp glaður. vísir/getty Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira