Körfubolti

KKÍ aflýsir neðri deildum og yngri flokkum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik KR og Tindastóls í Domino´s deild karla. Gæti verið að leikjum þar verði frestað eða aflýst í kjölfar samkomubannsins.
Úr leik KR og Tindastóls í Domino´s deild karla. Gæti verið að leikjum þar verði frestað eða aflýst í kjölfar samkomubannsins. Vísir/Bára

Körfuknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum leikjum í neðri deildum sem og yngri flokkum frá og með 14. mars í kjölfar samkomubanns sem heilbrigðismálaráðherra tilkynnti nú fyrr í dag. 

Neðri deildir eru 2. og 3. deild karla.

Þetta kemur fram á vefsíðu KKÍ.

Mun stjórn sambandsins hittast á morgun og ræða komandi leiki í Domino´s deildum karla og kvenna en tveir leikir fara fram í kvöld. Þór Akureyri fær Grindavík í heimsókn og Keflavík mætir Þór Þorlákshöfn. 

Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Yfirlýsing KKÍ

Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra að setja á samkomubann frá miðnætti 16.03.2020 hefur mótanefnd KKÍ ákveðið að aflýsa leikjum í neðri deildum karla (2. deild karla og 3. deild karla) sem og í yngri flokkum frá og með laugardeginum 14. mars 2020. Þetta hefur áhrif á eftirfarandi deildir og flokka:

2. deild karla

3. deild karla

unglingaflokkur karla

stúlknaflokkur

drengjaflokkur

10. flokkur drengja og stúlkna

Engir leikir fara því fram í þessum flokkum ótímabundið frá og með 14.03.2020 þar til annað verður tilkynnt.

Stjórn KKÍ hefur verið boðuð til fundar kl.10:00 í fyrramálið til að ræða þær hugmyndir sem er verið að klára að teikna og taka ákvarðanir um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×