Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Starfsmaður í skóla í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum úr gildi. Nánar verður fjallað um málið i kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöldfréttum segjum við einnig frá síðasta upplýsingafundi þríeykisins, Ölmu, Víðis og Þórólfs, sem haldinn var í dag. Ekkert kórónuveirusmit greindist í dag þegar frekari tilslakanir á samkomubanni tóku formlega gildi. Margir komu á ný til vinnu, hreyfiglaðir Íslendingar hópuðust í ræktina og barflugur geta tekið gleði sína á ný. Í fréttatímanum kíkjum við bæði í ræktina og á barinn.

Einnig segjum við frá minnkandi tóbaksnotkun á Íslandi og kíkjum á opið hús á Hótel Borg sem fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×