Forsætisráðherrann fékk ekki að hitta móður sína fyrir andlátið Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:59 Reglur sem ríkisstjórn Rutte forsætisráðherra komu í veg fyrir að hann gæti hitt aldraða móður sína síðustu vikurnar áður en hún andaðist fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins. Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins.
Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53