Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 14:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir á von á að um 600 ferðamenn komi til landsins á mánudag. Fljótlega ætti að koma í ljós hvort ferðamenn beri veiruna með sér hingað til landsins. Þetta sagði Þórólfur Guðnason í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Von er á átta flugvélum til Keflavíkur á morgun þegar nýjar sóttvarnareglur um ferðamenn taka gildi. Sóttvarnalæknir á von á að með þessum sjö vélum komi um 600 manns til landsins. Aðal álagspunkturinn sé afkastageta í greiningu á sýnum. „Það ver verið að vinna í því að auka afkastagetuna á veirufræðideild Landspítalans, bæði með tæknibúnaði, aðstöðu og mannafla en það tekur einhvern tíma. Íslensk erfðagreining er með hámarksgetu eins og staðan er núna í kringum 2.000 sýni á dag,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Fljótlega komi í ljós hvort veiran berist með ferðamönnum hingað til lands. „Væntanlega munum við fá mikla reynslu og upplýsingar og til þess er leikurinn gerður, að við getum svarað þeirri spurningu hvort ferðamenn muni bera veiruna með sér hingað til lands. Við erum að reyna að gera allt sem hægt er til að reyna að komast að því. Væntanlega þegar fram líða stundir þá getum við breytt áherslum. Þegar við fáum vitneskju og upplýsingar þá getum við breytt áherslum og kannski hætt að skima vélar frá ákveðnum löndum og snúið okkur meira að öðrum löndum,“ sagði Þórólfur. Berist mörg smit með ferðamönnum þurfi að herða reglur á ný Þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson spyr hvar mörkin liggja. Hve margir megi smitaðir vera í einni vél áður en við förum að endurmeta stöðuna. „Það eru engin ákveðin mörk í því. Við förum inn í þetta verkefni með opnum huga. Fyrstu tvær vikurnar munu gefa okkur mjög góðar vísbendingar. Við þurfum þá að setjast niður og skoða málin. Ef við fáum gríðarlega mikið smit inn þá finnst mér að við þurfum að herða reglur aftur,“ sagði Þórólfur. Hann segir opnun landamæra rétt skref á réttum tíma. „Ég held að eftir einhverja mánuði þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum varðandi það hvernig opnun landsins skuli háttað því veiran verður ekkert farin úr heiminum þá. Ég held að það sé gott að gera þetta núna á meðan straumurinn er ekki mikill. Á meðan við erum að fá vitneskju og upplýsingar sem hægt er að byggja á, annars rennum við bara blint í sjóinn,“ sagði Þórólfur. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Landið verður opnað á morgun.Vísir/Einar Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi Ómögulegt að segja til um hve lengi skimun á Keflavíkurflugvelli vari. Hann bendir á að önnur lönd fylgist grannt með þróun mála hérlendis nú þegar landamærin opnast. „Það er nýr leikur í gangi, reglurnar eru ekki ljósar það er ekki ljóst hverjir eru leikendur. Við erum að stíga eitt skref í einu. Í ljósi þess að við erum eyja úti í hafi og fámenn þjóð þá höfum við tækifæri til að gera þetta á okkar forsendum. Við vitum að það er enn fóður hér innanlands fyrir veirunni þannig við þurfum að gera þetta rólega og endurmeta stöðuna reglulega. Þetta verður lærdómsferli frá degi til dags,“ sagði Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að afla sér þekkingar á veirunni til að vera undirbúin komi annar heimsfaraldur. Hérlendis hafi skapast mikil þekking sem nýtist heimsbyggðinni allri. Kári Stefánsson íslensk erfðagreiningVísir/Vilhelm „Ég vil bara benda á að mikil þekking hefur skapast hér innanlands á þessari veiru sem hefur haft mikla þýðingu fyrri heimsbyggðina. Þar hefur Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki og þeir hafa komið með mjög áhugaverðar niðurstöður um þessa veiru. Til dæmis að börn smiti sáralítið. Þetta vissu menn ekki í byrjun og við héldum því fram hér að staðan væri þannig og það fengust skammir fyrir að halda því fram, en þetta er niðurstaða sem hvergi hefur verið sýnt fram á nema hér á Íslandi og Íslensk erfðagreining gerði það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Sprengisandur: Opnun landsins, hæfi ráðherra og þjóðernispopúlismi til umræðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður fyrsti Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgunni sem hefst klukkan 10. 14. júní 2020 09:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir á von á að um 600 ferðamenn komi til landsins á mánudag. Fljótlega ætti að koma í ljós hvort ferðamenn beri veiruna með sér hingað til landsins. Þetta sagði Þórólfur Guðnason í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Von er á átta flugvélum til Keflavíkur á morgun þegar nýjar sóttvarnareglur um ferðamenn taka gildi. Sóttvarnalæknir á von á að með þessum sjö vélum komi um 600 manns til landsins. Aðal álagspunkturinn sé afkastageta í greiningu á sýnum. „Það ver verið að vinna í því að auka afkastagetuna á veirufræðideild Landspítalans, bæði með tæknibúnaði, aðstöðu og mannafla en það tekur einhvern tíma. Íslensk erfðagreining er með hámarksgetu eins og staðan er núna í kringum 2.000 sýni á dag,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Fljótlega komi í ljós hvort veiran berist með ferðamönnum hingað til lands. „Væntanlega munum við fá mikla reynslu og upplýsingar og til þess er leikurinn gerður, að við getum svarað þeirri spurningu hvort ferðamenn muni bera veiruna með sér hingað til lands. Við erum að reyna að gera allt sem hægt er til að reyna að komast að því. Væntanlega þegar fram líða stundir þá getum við breytt áherslum. Þegar við fáum vitneskju og upplýsingar þá getum við breytt áherslum og kannski hætt að skima vélar frá ákveðnum löndum og snúið okkur meira að öðrum löndum,“ sagði Þórólfur. Berist mörg smit með ferðamönnum þurfi að herða reglur á ný Þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson spyr hvar mörkin liggja. Hve margir megi smitaðir vera í einni vél áður en við förum að endurmeta stöðuna. „Það eru engin ákveðin mörk í því. Við förum inn í þetta verkefni með opnum huga. Fyrstu tvær vikurnar munu gefa okkur mjög góðar vísbendingar. Við þurfum þá að setjast niður og skoða málin. Ef við fáum gríðarlega mikið smit inn þá finnst mér að við þurfum að herða reglur aftur,“ sagði Þórólfur. Hann segir opnun landamæra rétt skref á réttum tíma. „Ég held að eftir einhverja mánuði þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum varðandi það hvernig opnun landsins skuli háttað því veiran verður ekkert farin úr heiminum þá. Ég held að það sé gott að gera þetta núna á meðan straumurinn er ekki mikill. Á meðan við erum að fá vitneskju og upplýsingar sem hægt er að byggja á, annars rennum við bara blint í sjóinn,“ sagði Þórólfur. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Landið verður opnað á morgun.Vísir/Einar Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi Ómögulegt að segja til um hve lengi skimun á Keflavíkurflugvelli vari. Hann bendir á að önnur lönd fylgist grannt með þróun mála hérlendis nú þegar landamærin opnast. „Það er nýr leikur í gangi, reglurnar eru ekki ljósar það er ekki ljóst hverjir eru leikendur. Við erum að stíga eitt skref í einu. Í ljósi þess að við erum eyja úti í hafi og fámenn þjóð þá höfum við tækifæri til að gera þetta á okkar forsendum. Við vitum að það er enn fóður hér innanlands fyrir veirunni þannig við þurfum að gera þetta rólega og endurmeta stöðuna reglulega. Þetta verður lærdómsferli frá degi til dags,“ sagði Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að afla sér þekkingar á veirunni til að vera undirbúin komi annar heimsfaraldur. Hérlendis hafi skapast mikil þekking sem nýtist heimsbyggðinni allri. Kári Stefánsson íslensk erfðagreiningVísir/Vilhelm „Ég vil bara benda á að mikil þekking hefur skapast hér innanlands á þessari veiru sem hefur haft mikla þýðingu fyrri heimsbyggðina. Þar hefur Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki og þeir hafa komið með mjög áhugaverðar niðurstöður um þessa veiru. Til dæmis að börn smiti sáralítið. Þetta vissu menn ekki í byrjun og við héldum því fram hér að staðan væri þannig og það fengust skammir fyrir að halda því fram, en þetta er niðurstaða sem hvergi hefur verið sýnt fram á nema hér á Íslandi og Íslensk erfðagreining gerði það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Sprengisandur: Opnun landsins, hæfi ráðherra og þjóðernispopúlismi til umræðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður fyrsti Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgunni sem hefst klukkan 10. 14. júní 2020 09:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53
Sprengisandur: Opnun landsins, hæfi ráðherra og þjóðernispopúlismi til umræðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður fyrsti Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgunni sem hefst klukkan 10. 14. júní 2020 09:00