Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, verður í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar á morgun í grannaslagnum við Bröndby.
Ragnar fékk leyfi til að fara til Íslands á dögunum af fjölskylduástæðum en þau Alena, unnusta hans, áttu von á sínu fyrsta barni.
Ragnar missti því af leik FCK við AaB á miðvikudaginn en verður með á morgun í stórleiknum við Bröndby. Hann kemur inn í leikmannahópinn í stað hins 17 ára gamla William Böving.
FCK er með 56 stig í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Bröndby er með 42 stig í 4. sætinu. FCK er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland.