Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2020 10:40 Frosti, sem ungur missti föður sinn, segir svo frá að Þórhallur miðill hafi bent honum á þann möguleika að koma í heimsókn. Frosti vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði verið móttækilegur boðskap miðilsins. Frosti Logason útvarpsmaður greindi frá því í morgun, í Harmageddon, þætti hans og Mána Péturssonar, að skömmu eftir fráfall föður hans hefði Þórhallur miðill nálgast sig og boðið honum heim til sín. Frosti segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef hann hefði verið opinn fyrir hugmynd um framhaldslíf og móttækilegur fyrir boðskap miðilsins. Þórhallur enn að við skyggnilýsingar og miðilsfundi Stöð 2 sýndi í gær áhrifamikið viðtal Frosta við Gísla Má Helgason sem greindi frá því að hann hafi verið kynferðislega misnotaður af Þórhalli miðli Guðmundssyni. Gísli Már hafði misst föður sinn af slysförum og Þórhallur misnotaði aðstöðu sína og traust Gísla Más sem þráði að komast í tengsl við látinn föður. Fyrr í þessum mánuði staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn öðrum þá ungum manni sem rímar í öllum aðalatriðum við frásögn Gísla Más. Frosti fór yfir sögu Gísla Más í útvarpsþættinum í morgun og greindi meðal annars frá því að hann hefði leitað Þórhalls í gær með það fyrir augum að fá fram viðbrögð hans við frásögn Gísla Más. Hann komst að því að Þórhallur er á Facebook, með fjölda vina og væri enn að með skyggnilýsingar og miðilsfundi. En Þórhallur hefur hins vegar útilokað (blokkað) Frosta á Facebook en Frosti telur það vera vegna fyrri samskipta þeirra og þeirrar staðreyndar að þegar ásakanir á hendur Þórhalli litu dagsins ljós fyrir mörgum árum hringdu þeir Máni í Þórhall og buðu honum að tjá sig um málið. Þórhallur skellti þá á Frosta. Þórhallur kom heim til Frosta eftir fráfall föður hans Frosti og Máni töldu sig upp í um fjögur hugsanleg fórnarlömb Þórhalls, í það minnsta og Frosti venti þá kvæði sínu í kross og greindi frá persónulegri reynslu sinni af Þórhalli. En Frosti missti föður sinn árið 2001. „Þá kom Þórhallur miðill heim til mín. Ég man ekki hvort það var að frumkvæði móður minnar eða einhver hafði bent henni á það. Og ég var einmitt að ræða það við mömmu mína í gær og hún sagði að eftir það kvöld, þegar Þórhallur kom þarna heim til okkar, þá hætti ég algjörlega að trúa á þetta bull. Því þetta var þvílíka steypan og ruglið,“ sagði Frosti. Þórhallur bendir Frosta á að heimsækja sig Það er nokkru síðar sem Frosti hitti Þórhall á Lynghálsi þar sem Stöð 2 og Bylgjan ásamt fleiri útvarpsstöðvum höfðu aðsetur sitt. „Þá hitti ég hann einmitt,“ segir Frosti en það var á þeim tíma sem Þórhallur var með útvarpsþátt á Bylgjunni. „Þá ýjaði hann heldur betur að því að ég ætti að koma til sín í heimsókn. Því hann gæti komið mér í samband við pabba. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. En ég man bara að á þeim tíma þá trúði ég ekki á neitt svona, eftirlíf og þetta þegar pabbi minn dó. Þannig að ég man alveg þá tilfinningu þegar Þórhallur nálgaðist mig; hugsaði bara pufff, þvílíka ruglið. Gleymdu þessu vinur. En ef ég hefði trúað á þetta og látið til leiðast hvar það hefði endað? Maður veit það ekki.“ Þannig virðist ljóst að þetta er ekki einsdæmi heldur hafi Þórhallur miðill stundað þetta og leitað sérstaklega á drengi sem hafa misst feður sína. Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Frosti Logason útvarpsmaður greindi frá því í morgun, í Harmageddon, þætti hans og Mána Péturssonar, að skömmu eftir fráfall föður hans hefði Þórhallur miðill nálgast sig og boðið honum heim til sín. Frosti segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef hann hefði verið opinn fyrir hugmynd um framhaldslíf og móttækilegur fyrir boðskap miðilsins. Þórhallur enn að við skyggnilýsingar og miðilsfundi Stöð 2 sýndi í gær áhrifamikið viðtal Frosta við Gísla Má Helgason sem greindi frá því að hann hafi verið kynferðislega misnotaður af Þórhalli miðli Guðmundssyni. Gísli Már hafði misst föður sinn af slysförum og Þórhallur misnotaði aðstöðu sína og traust Gísla Más sem þráði að komast í tengsl við látinn föður. Fyrr í þessum mánuði staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn öðrum þá ungum manni sem rímar í öllum aðalatriðum við frásögn Gísla Más. Frosti fór yfir sögu Gísla Más í útvarpsþættinum í morgun og greindi meðal annars frá því að hann hefði leitað Þórhalls í gær með það fyrir augum að fá fram viðbrögð hans við frásögn Gísla Más. Hann komst að því að Þórhallur er á Facebook, með fjölda vina og væri enn að með skyggnilýsingar og miðilsfundi. En Þórhallur hefur hins vegar útilokað (blokkað) Frosta á Facebook en Frosti telur það vera vegna fyrri samskipta þeirra og þeirrar staðreyndar að þegar ásakanir á hendur Þórhalli litu dagsins ljós fyrir mörgum árum hringdu þeir Máni í Þórhall og buðu honum að tjá sig um málið. Þórhallur skellti þá á Frosta. Þórhallur kom heim til Frosta eftir fráfall föður hans Frosti og Máni töldu sig upp í um fjögur hugsanleg fórnarlömb Þórhalls, í það minnsta og Frosti venti þá kvæði sínu í kross og greindi frá persónulegri reynslu sinni af Þórhalli. En Frosti missti föður sinn árið 2001. „Þá kom Þórhallur miðill heim til mín. Ég man ekki hvort það var að frumkvæði móður minnar eða einhver hafði bent henni á það. Og ég var einmitt að ræða það við mömmu mína í gær og hún sagði að eftir það kvöld, þegar Þórhallur kom þarna heim til okkar, þá hætti ég algjörlega að trúa á þetta bull. Því þetta var þvílíka steypan og ruglið,“ sagði Frosti. Þórhallur bendir Frosta á að heimsækja sig Það er nokkru síðar sem Frosti hitti Þórhall á Lynghálsi þar sem Stöð 2 og Bylgjan ásamt fleiri útvarpsstöðvum höfðu aðsetur sitt. „Þá hitti ég hann einmitt,“ segir Frosti en það var á þeim tíma sem Þórhallur var með útvarpsþátt á Bylgjunni. „Þá ýjaði hann heldur betur að því að ég ætti að koma til sín í heimsókn. Því hann gæti komið mér í samband við pabba. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. En ég man bara að á þeim tíma þá trúði ég ekki á neitt svona, eftirlíf og þetta þegar pabbi minn dó. Þannig að ég man alveg þá tilfinningu þegar Þórhallur nálgaðist mig; hugsaði bara pufff, þvílíka ruglið. Gleymdu þessu vinur. En ef ég hefði trúað á þetta og látið til leiðast hvar það hefði endað? Maður veit það ekki.“ Þannig virðist ljóst að þetta er ekki einsdæmi heldur hafi Þórhallur miðill stundað þetta og leitað sérstaklega á drengi sem hafa misst feður sína.
Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira