Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 12:02 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“ Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“
Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45