Fótbolti

Jón Dagur og félagar unnu leikinn um 2.sæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Dagur

Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF þegar liðið sótti FCK heim í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Mikið var undir þar sem tveimur stigum munaði á liðunum í 2. og 3.sæti deildarinnar og ljóst að með sigri myndi AGF tryggja sér silfurverðlaun og í kjölfarið betri stöðu í Evrópudeildinni á næstkomandi leiktíð en Midtjylland var fyrir löngu búið að tryggja sér efsta sætið.

Úr varð bráðskemmtilegur leikur sem lauk með 2-4 sigri AGF.

Jón Dagur lék fyrstu 70 mínútur leiksins en staðan var 2-3 fyrir AGF þegar hann fór af velli. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK.

Í Tyrklandi kom Viðar Örn Kjartansson inn af bekknum á 35.mínútu þegar lið hans, Yeni Malatyaspor, beið lægri hlut fyrir Rizespor 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×