Serena Williams fetar í fótspor David Beckham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 23:00 Serena Williams gæti fetað í fótspor David Beckham þegar kemur að því að vera stofnandi knattspyrnuliðs í Bandaríkjunum. Getty/Tim Clayton Tennisdrottningin Serena Williams mun feta í fótspor David Beckham á næstu misserum. Hún er ein þeirra frægru kvenna sem standa á bakvið nýtt knattspyrnulið NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Beckham er í dag einn fjögurra eiganda bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni. Það má því með sanni segja að Serena Williams sé að feta í fótspor David Beckhams, allavega að einhverju leyti. Ásamt Serenu er fjöldinn allur af fyrrum landsliðskonu Bandaríkjanna í fótbolta og Hollywood-leikkonum á bakvið liðið. Þær Mia Hamm og Abby Wambach eru eflaust stærstu nöfnin af fyrrum landsliðskonum í fótbolta sem taka þátt. Þá eru Natalie Portman, Jennifer Garnar, Jessica Chastain og Eva Longoria allar þekktar fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu. Mia Hamm, Serena Williams, Natalie Portman, Abby Wambach and more are among the owners of a new L.A. NWSL franchise that will join the league in 2022 — B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Liðið verður staðsett í Los Angeles og stefnt er að því að það muni koma inn í deildina árið 2022. „Íþróttir eru góð leið til að fá fólk til að standa saman og þetta gæti haft jákvæð áhrif á íþróttakonur í samfélaginu okkar,“ sagði Natalie Portman um stofnun liðsins. Portman var einnig í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic þar sem hún svaraði hinum ýmsu spurningum varðandi liðið. Nafn liðsins hefur ekki enn verið opinberað en hópurinn sem stendur á bakvið liðið kallar sig „Angel City“ eða Borg Englanna. Eflaust tilvísun í Los Angeles sem gengur einnig undir því nafni. Þá er enn óvíst hvar liðið mun spila. Actress Natalie Portman, tennis star Serena Williams and her daughter Alexis Olympia Ohanian are part of a majority woman-founded group that will own the newest soccer team in the United States https://t.co/AfocTOBo9V— CNN (@CNN) July 21, 2020 Sem stendur er ekkert kvennalið staðsett í Kaliforníu-fylki og því ætti þetta að reynast mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspyrnu í fylkinu sem og Bandaríkjunum í heild sinni. Fótbolti Viðskipti Tennis Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams mun feta í fótspor David Beckham á næstu misserum. Hún er ein þeirra frægru kvenna sem standa á bakvið nýtt knattspyrnulið NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Beckham er í dag einn fjögurra eiganda bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni. Það má því með sanni segja að Serena Williams sé að feta í fótspor David Beckhams, allavega að einhverju leyti. Ásamt Serenu er fjöldinn allur af fyrrum landsliðskonu Bandaríkjanna í fótbolta og Hollywood-leikkonum á bakvið liðið. Þær Mia Hamm og Abby Wambach eru eflaust stærstu nöfnin af fyrrum landsliðskonum í fótbolta sem taka þátt. Þá eru Natalie Portman, Jennifer Garnar, Jessica Chastain og Eva Longoria allar þekktar fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu. Mia Hamm, Serena Williams, Natalie Portman, Abby Wambach and more are among the owners of a new L.A. NWSL franchise that will join the league in 2022 — B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Liðið verður staðsett í Los Angeles og stefnt er að því að það muni koma inn í deildina árið 2022. „Íþróttir eru góð leið til að fá fólk til að standa saman og þetta gæti haft jákvæð áhrif á íþróttakonur í samfélaginu okkar,“ sagði Natalie Portman um stofnun liðsins. Portman var einnig í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic þar sem hún svaraði hinum ýmsu spurningum varðandi liðið. Nafn liðsins hefur ekki enn verið opinberað en hópurinn sem stendur á bakvið liðið kallar sig „Angel City“ eða Borg Englanna. Eflaust tilvísun í Los Angeles sem gengur einnig undir því nafni. Þá er enn óvíst hvar liðið mun spila. Actress Natalie Portman, tennis star Serena Williams and her daughter Alexis Olympia Ohanian are part of a majority woman-founded group that will own the newest soccer team in the United States https://t.co/AfocTOBo9V— CNN (@CNN) July 21, 2020 Sem stendur er ekkert kvennalið staðsett í Kaliforníu-fylki og því ætti þetta að reynast mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspyrnu í fylkinu sem og Bandaríkjunum í heild sinni.
Fótbolti Viðskipti Tennis Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Sjá meira
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31