Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 22:12 Fyrirtakan fór fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem hefur notið mikilla vinsælda á tímum kórónuveirufaraldursins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01