Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Haukar 92-89 | Þórsarar lyftu sér af botninum með fyrsta heimasigrinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. janúar 2020 22:15 Leikmannahópur Þórs sem lagði Hauka að velli. Facebook/Körfuknattleiksdeild Þórs Botnlið Þórs frá Akureyri fékk Hauka í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í 12.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Fyrri hálfleikur gekk afar hægt fyrir sig og var fjölmörgum villum þar um að kenna en alls voru 32 villur dæmdar í fyrri hálfleik. Þar af 20 á heimamenn og voru mikilvægir leikmenn á borð við Mantas Virbalas og Terrence Motley snemma komnir í villuvandræði. Í þessum hægagangi var jafnræði með liðunum og skiptust þau á að hafa forystuna en Þórsarar fóru með þriggja stiga forystu í hálfleikinn, 46-43. Eftir þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í sjö stig, 63-56. Fjórði leikhluti var æsispennandi og þegar mest var undir fóru villuvandræðin að hafa áhrif á bæði lið en þeir Flenard Whitfield, Emil Barja og Gunnar Ingi Harðarson í liði Hauka þurftu allir að yfirgefa völlinn áður en leikurinn var úti og sama má segja um Pablo Hernandez og Erlend Ágúst Stefánsson hjá Þórsurum. Fór að lokum svo að Þórsarar unnu þriggja stiga sigur 92-89 en Haukar fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn í lokasókn leiksins. Kári Jónsson tók þau bæði en tókst ekki að koma boltanum ofan í körfuna og fyrsti heimasigur Þórs í vetur staðreynd.Afhverju vann Þór?Mikið jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og þó ekki hafi verið boðið upp á afburðar fallegan körfubolta var baráttan til staðar hjá báðum liðum. Í leik þar sem lítið bar á milli og hart var barist var mikið um vítaskot og þar voru Þórsarar mun skilvirkari. Nýttu 34 af 44 (77%) vítaskotum sínum á meðan Haukar voru 21/38 (55%) af vítalínunni.Bestu menn vallarins?Góð liðsframmistaða hjá Þórsurum sem sést best á því að stigahæsti maður liðsins var Pablo Hernandez með 18 stig auk þess að taka 10 fráköst. Júlíus Orri Ágústsson skoraði 17 stig og klikkaði aðeins á einu skoti í leiknum. Aðrir leikmenn Þórs áttu sína spretti og skiluðu allir níu leikmennirnir sem spiluðu einhverju til liðsins. Gerald Robinson var heilt yfir bestur hjá Haukum; skoraði 29 stig. Gunnar Ingi Harðarson átti góða innkomu af bekknum, þá sérstaklega í 4.leikhluta og endaði með 18 stig.Hvað gekk illa?Leikurinn tók nákvæmlega tvær klukkustundir í framkvæmd en spilaðar eru 40 mínútur í körfubolta í Dominos deildinni. Leikurinn gekk afar hægt fyrir sig og bauð dómaratríóið upp á sannkallaðan flautukonsert en alls voru 58 villur dæmdar í leiknum, þar af 30 í fyrri hálfleik. Lentu því margir leikmenn í villuvandræðum, sumir hverjir snemma leiks og enduðu alls fimm leikmenn með fimm villur sem þýðir útilokun.Hvað er næst?Þór er á leið í nýliðaslag gegn Fjölni sem er jafnframt uppgjör tveggja neðstu liða deildarinnar. Næsti leikur Hauka er hins vegar gegn Íslandsmeisturum KR.Lárus: Kærkomið að spila loksins á heimavelliLárus JónssonÞór TV / thorsport.is„Það er orðið langt síðan við spiluðum leik hérna. Við kláruðum 2019 á þremur útileikjum þar sem KR leiknum var frestað þannig að það var kærkomið að fá heimaleik og klára hann með sigri fyrir framan fullt af áhorfendum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í leikslok. „Leikurinn þróaðist þannig að báðir þjálfarar þurftu að rótera mikið út af villuvandræðum. Mér fannst leikurinn vera í jafnvægi í síðari hálfleik þó mér hafi fundist við hafa aðeins frumkvæðið. Við vissum samt alltaf að Haukar geta komið til baka þar sem þeir eru með Kára Jóns og það munaði litlu að hann næði að skjóta þá til sigurs,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Ég var tilbúinn að taka leikhlé í öll skiptin sem hann lagði af stað í skot,“ Þórsarar heimsækja Fjölni í næstu umferð í uppgjöri tveggja neðstu liðanna. „Þessi sigur gefur okkur eitthvað ef við tökum orkuna úr honum í næstu æfingu sem er á morgun og svo koll af kolli. Þá förum við með þessa orku inn í leikinn á móti Fjölni. Ef við gerum það ekki þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt,“ sagði Lárus ennfremur.Martin: Vorum ekki að skjóta nógu velMartin var ósáttur við varnarleik Hauka í kvöld.vísir/daníel„Þetta var jafn leikur. Það var aldrei mikill munur á liðunum stigalega séð. Mér fannst við ekki vera að skjóta nógu vel, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Við erum með betri skotmenn en við sýndum hér í dag. Að auki verðum við að vera sterkari undir okkar körfu. Þeir skora of mörg stig eftir sóknarfráköst,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, í leikslok. „Ég hefði viljað spila hraðari leik en þeir náðu að hægja á okkur. Það hafði samt ekki áhrif á úrslit leiksins og Þór átti sigurinn skilið.“ Kári Jónsson er algjör lykilmaður í liði Hauka og hann var í vandræðum sóknarlega í dag. Martin hefur ekki verulegar áhyggjur af því. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Hann er mikilvægur fyrir okkur en hann er enn ekki kominn í sitt besta form. Hann er að koma til,“ segir Martin. Dominos-deild karla
Botnlið Þórs frá Akureyri fékk Hauka í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í 12.umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Fyrri hálfleikur gekk afar hægt fyrir sig og var fjölmörgum villum þar um að kenna en alls voru 32 villur dæmdar í fyrri hálfleik. Þar af 20 á heimamenn og voru mikilvægir leikmenn á borð við Mantas Virbalas og Terrence Motley snemma komnir í villuvandræði. Í þessum hægagangi var jafnræði með liðunum og skiptust þau á að hafa forystuna en Þórsarar fóru með þriggja stiga forystu í hálfleikinn, 46-43. Eftir þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í sjö stig, 63-56. Fjórði leikhluti var æsispennandi og þegar mest var undir fóru villuvandræðin að hafa áhrif á bæði lið en þeir Flenard Whitfield, Emil Barja og Gunnar Ingi Harðarson í liði Hauka þurftu allir að yfirgefa völlinn áður en leikurinn var úti og sama má segja um Pablo Hernandez og Erlend Ágúst Stefánsson hjá Þórsurum. Fór að lokum svo að Þórsarar unnu þriggja stiga sigur 92-89 en Haukar fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn í lokasókn leiksins. Kári Jónsson tók þau bæði en tókst ekki að koma boltanum ofan í körfuna og fyrsti heimasigur Þórs í vetur staðreynd.Afhverju vann Þór?Mikið jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og þó ekki hafi verið boðið upp á afburðar fallegan körfubolta var baráttan til staðar hjá báðum liðum. Í leik þar sem lítið bar á milli og hart var barist var mikið um vítaskot og þar voru Þórsarar mun skilvirkari. Nýttu 34 af 44 (77%) vítaskotum sínum á meðan Haukar voru 21/38 (55%) af vítalínunni.Bestu menn vallarins?Góð liðsframmistaða hjá Þórsurum sem sést best á því að stigahæsti maður liðsins var Pablo Hernandez með 18 stig auk þess að taka 10 fráköst. Júlíus Orri Ágústsson skoraði 17 stig og klikkaði aðeins á einu skoti í leiknum. Aðrir leikmenn Þórs áttu sína spretti og skiluðu allir níu leikmennirnir sem spiluðu einhverju til liðsins. Gerald Robinson var heilt yfir bestur hjá Haukum; skoraði 29 stig. Gunnar Ingi Harðarson átti góða innkomu af bekknum, þá sérstaklega í 4.leikhluta og endaði með 18 stig.Hvað gekk illa?Leikurinn tók nákvæmlega tvær klukkustundir í framkvæmd en spilaðar eru 40 mínútur í körfubolta í Dominos deildinni. Leikurinn gekk afar hægt fyrir sig og bauð dómaratríóið upp á sannkallaðan flautukonsert en alls voru 58 villur dæmdar í leiknum, þar af 30 í fyrri hálfleik. Lentu því margir leikmenn í villuvandræðum, sumir hverjir snemma leiks og enduðu alls fimm leikmenn með fimm villur sem þýðir útilokun.Hvað er næst?Þór er á leið í nýliðaslag gegn Fjölni sem er jafnframt uppgjör tveggja neðstu liða deildarinnar. Næsti leikur Hauka er hins vegar gegn Íslandsmeisturum KR.Lárus: Kærkomið að spila loksins á heimavelliLárus JónssonÞór TV / thorsport.is„Það er orðið langt síðan við spiluðum leik hérna. Við kláruðum 2019 á þremur útileikjum þar sem KR leiknum var frestað þannig að það var kærkomið að fá heimaleik og klára hann með sigri fyrir framan fullt af áhorfendum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í leikslok. „Leikurinn þróaðist þannig að báðir þjálfarar þurftu að rótera mikið út af villuvandræðum. Mér fannst leikurinn vera í jafnvægi í síðari hálfleik þó mér hafi fundist við hafa aðeins frumkvæðið. Við vissum samt alltaf að Haukar geta komið til baka þar sem þeir eru með Kára Jóns og það munaði litlu að hann næði að skjóta þá til sigurs,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Ég var tilbúinn að taka leikhlé í öll skiptin sem hann lagði af stað í skot,“ Þórsarar heimsækja Fjölni í næstu umferð í uppgjöri tveggja neðstu liðanna. „Þessi sigur gefur okkur eitthvað ef við tökum orkuna úr honum í næstu æfingu sem er á morgun og svo koll af kolli. Þá förum við með þessa orku inn í leikinn á móti Fjölni. Ef við gerum það ekki þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt,“ sagði Lárus ennfremur.Martin: Vorum ekki að skjóta nógu velMartin var ósáttur við varnarleik Hauka í kvöld.vísir/daníel„Þetta var jafn leikur. Það var aldrei mikill munur á liðunum stigalega séð. Mér fannst við ekki vera að skjóta nógu vel, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Við erum með betri skotmenn en við sýndum hér í dag. Að auki verðum við að vera sterkari undir okkar körfu. Þeir skora of mörg stig eftir sóknarfráköst,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, í leikslok. „Ég hefði viljað spila hraðari leik en þeir náðu að hægja á okkur. Það hafði samt ekki áhrif á úrslit leiksins og Þór átti sigurinn skilið.“ Kári Jónsson er algjör lykilmaður í liði Hauka og hann var í vandræðum sóknarlega í dag. Martin hefur ekki verulegar áhyggjur af því. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Hann er mikilvægur fyrir okkur en hann er enn ekki kominn í sitt besta form. Hann er að koma til,“ segir Martin.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum