Hvítabjörninn aflífaður utan við Longyearbyen Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2020 10:35 Hvítabjörninn á rölti um Longyearbyen. Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt: Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt:
Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31
Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01
Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08
Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16