Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2020 14:30 Tómas Jóhannesson er fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Sigurjón Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. Flóðið mældist á allt að 200 kílómetra hraða á klukkustund. Að sögn Tómasar er sá hraði meiri en gert var ráð fyrir við hönnun varnargarðanna. Þótt ekki sé til mæling fyrir flóðið sem féll úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús við Ólafstún 14 þá segir Tómas að ætla megi að hraðinn á því hafi líka verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir við hönnunina. Tómas segir að flóðin tvö á þriðjudagskvöld sýni að hættan undir görðunum hafi verið vanmetin. Hana þurfi að endurmeta. „Þessi flóð, sem eru mjög stór, þau fara yfir garðana mun meira heldur en hættumatið undir görðunum gerir ráð fyrir. Það er reyndar hættusvæði undir görðunum sem er mjög stórt þannig að það er gert ráð fyrir því að stærstu flóð fari að einhverju marki yfir garðana. Þá er hugmyndin að þetta svæði hafi verið rýmt í allra verstu kringumstæðum sem við vorum að hugsa um þegar hættumatið var gert þannig að hættusvæðið sem er afmarkað undir görðunum er í raun mjög stórt,“ segir Tómas. Á myndinni má sjá snjóflóð sem fallið hafa á Flateyri frá árinu 1997 en þau eru um tuttugu talsins. Varnargarðurinn sést neðarlega á myndinni fyrir miðju og þorpið Flateyri þar fyrir neðan.Veðurstofa Íslands „Þannig að þetta flóð, eftir þennan aðdraganda, kom okkur á óvart“ Það hafi hins vegar ekki verið talin hætta á slíku flóði við þær aðstæður sem voru á þriðjudag. „Þannig að þetta flóð, eftir þennan aðdraganda, kom okkur á óvart. Þetta flóð hefur ekki meiri aðdraganda en svo að við gerðum okkur ekki grein fyrir því að í þessu hættumati og við hönnun garðsins að þá er flæðið yfir garðinn meira heldur en við höfum gert ráð fyrir. Það kemur líka í ljós í mælingu á hraða flóðsins, sem er væntanlega meginskýringin á því hversu mikið flæðir yfir, að hraði flóðsins er meiri en gert er ráð fyrir við hönnun garðsins.“ Tómas segir möguleika snjóflóða til að flæða yfir fyrirstöður á borð við varnargarða vaxa mjög mikið með hraðanum. Yfirflæðið hafi reyndar verið minna þeim megin sem Innra-Bæjargil er en flóðið fór þar yfir varnargarðinn og lenti á Ólafstúni 14. Unglingsstúlka, íbúi í húsinu, lenti í flóðinu en var bjargað og slapp með skrámur. „Við höfum bara mælingu úr Skollahvilftinni en það má ætla, fyrst mælingin gefur þetta til kynna, og yfirflæðið sem er reyndar heldur minna Innra-Bæjargilsmegin, að hraði flóðanna sé nokkuð meiri, af því að möguleikar þessara flóða til að flæða yfir svona fyrirstöður, þeir vaxa mjög mikið með hraðanum, að þá er þessi hái hraði þarna, sem er meiri en miðað er við í hönnuninni, hann er væntanlega meginskýringin á þessu.“ Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðinu sem féll úr Skollahvilft á þriðjudagskvöld.Magnús einar Líkönin mjög mikil einföldun á því náttúrufyrirbæri sem hamfarasnjóflóð eru Að sögn Tómasar er ekki fræðilega góður skilningur á öllum atriðum í flæði snjóflóða. Þannig sé til að mynda vitað og hafi alla tíð verið að vitað líkön séu mjög mikil einföldum á því náttúrulega fyrirbæri sem hamfarasnjóflóð eru. „Og það eru reyndar vísbendingar um það í öðrum gögnum, snjóflóð flæða ýmist hratt eða hægt og það hefur mælst mjög mikill hraði á sumum flóðum sums staðar við einhverjar aðstæður sem við kunnum ekki alveg að greina og segja fyrir fram um, þá verður flæði flóðanna mjög mikið. Það er sem sagt skýringin á þessu og þetta þarf að skoða í sambandi við endurmat á hættu þarna undir görðunum sem blasir við að þarf að fara í núna,“ segir Tómas. Spurður út í það hvort önnur flóð hafi fallið á svæðinu í aðdraganda þessara tveggja flóða á þriðjudagskvöld segir Tómas ekki eiga von á því, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það. „Við eigum ekki von á því að það hafi áður fallið flóð þarna í þessari hrinu úr þessum farvegum. Við gerum ráð fyrir að snjóþekjan þarna hafi verið tiltölulega traust og þess vegna hafi hún náð að byggjast upp í mjög langan tíma. Það er ákveðið veikt lag í eldri snjó eða undir þessum snjó sem byrjaði að safnast í þessari hrinu. Við getum ekki sagt það með fullri vissu en við eigum ekki von á því að úr upptakasvæðinu að það hafi farið snjór frá því í desember þegar illviðrið var þá,“ segir Tómas. Frá Flateyri í gær en mikið hafði snjóað á Vestfjörðum alveg frá því í síðustu viku.haukur sigurðsson Segir hættuna á hafnarsvæðinu alveg ljósa og endurspeglast í hættumatinu Flóðið úr Skollahvilft gjöreyðilagði smábátahöfnina á Flateyri og nánast alla þá báta sem voru við bryggju á þriðjudagskvöld. Fréttastofa ræddi í gær við Guðrúnu Pálsdóttur, íbúa á Flateyri og eiganda útgerðarfyrirtækis þar í bæ, sem missti eina bát útgerðarinnar í flóðinu á þriðjudag. Hún lýsti því hvernig lífsviðurværi fjölskyldu hennar væri þar með farið og kvaðst á sínum hafa viðrað áhyggjur af því að varnargarðarnir myndu ekki geta varið smábátabryggjuna. Lítið hafi verið gert úr áhyggjum hennar og hlegið að henni. Spurður út í smábátahöfnina og hvort það hafi ekki verið skilgreint hættusvæði þá segir Tómas að það sé ekki miðað við það í varnarviðbúnaði að atvinnusvæði sé varið. „Það eru varnarvirki á mörgum stöðum landsins og þau eru byggð upp fyrir fjármuni úr Ofanflóðasjóði. Það hefur sem sagt verið mörkuð sú stefna, og það er alveg með meðvitaðri ákvörðun um það að íbúðabyggð, þegar ekki er búið að ljúka því verkefni að verja hana, þá hefur hún algjöran forgang. Þannig að það er ekki verið að verja atvinnusvæði eða atvinnuhúsnæði nokkurs staðar á landinu. Þannig að hættan á þessu hafnarsvæði, hún er alveg ljós, og hún endurspeglast alveg skýrt í þessu hættumati,“ segir Tómas og vísar til hættumats Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða á Flateyri. Flóðið sem kom úr Skollahvilft og fór niður á hafnarsvæði bæjarins var mjög stórt og á afar miklum hraða.haukur Sigurðsson Flæðið yfir varnargarðana nýtt vandamál Hann segir að það hafi verið metin hætta á talsverðum flóðum á Flateyri, bara ekki svona stórum. „Og það var búið að ganga frá því að það væri ekki fólk í ákveðnum húsum sem eru innan svokallaðs B-svæðis í þessu hættumati undir görðunum sem eru þarna í skjóli við Skollahvilftargarðinn. Nú eyðilögðust þau hús ekki en það var vissulega hætta á því vegna þessa yfirflæðis. Það var búið að rýma ákveðið svæði undir Skollahvilftargarðinum og það kom flóð 1999 sem fór áleiðis að smábátahöfninni. Þannig að það hefur allan tímann legið fyrir að það væri hætta í höfninni og að hún væri ekki varin og það hefur aldrei neitt komið til athugunar að verja hana.“ Tómas segir að snjóflóðahætta sé á atvinnusvæðum og í höfnum víða um land. Ef ekki sé fólk í byggingum á slíkum svæðum sé marklaust að rýma svæði þar sem fólk á bara leið um. Lögreglan stjórni hins vegar umferð um hættuleg svæði og mælist gegn því að fólk sé ákveðnu svæði eða fari um ákveðin svæði. „Hafnarsvæðið á Flateyri er eitt af þessum svæðum. Það er innan hættusvæðis. Þannig að þiggur í forsendum hættumatsins að það er hætta á hafnarsvæðinu,“ segir Tómas og bætir því að það sé mikill feginleiki hjá öllum að farið hafa svona vel og stúlkunni hafi verið bjargað lítið slasaðri. Hafnarsvæðið sé vissulega eitt af þeim svæðum þar sem hefði getað orðið slys hefðu menn farið óvarlega um það. „Þá er möguleikinn á slysi á hafnarsvæðinu augljós, sérstaklega eftir á, en hann er í rauninni ekki óvæntur að neinu leyti. Flæðið yfir varnargarðana er nýtt vandamál sem við þurfum að skoða í samráði við heimamenn þarna því þessir garðar hafa beint mörgum flóðum eins og er ætlast er til en þetta flóð og hraði þess er vandi sem við áttum okkur á núna. Sem betur varð ekki slys við að uppgötva það. En eyðileggingin þarna í höfninni er í rauninni afleiðing af þeirri stefnu stjórnvalda, og hún er í sjálfu sér ekki óskynsamleg, það er ákveðin hætta á mörgum atvinnusvæðum á landinu, í mörgum höfnum og á vegum ekki síst.“ Frá Flateyri í gær, daginn eftir flóðin.haukur sigurðsson Hættusvæðin báðu megin væntanlega stækkuð þegar þau verða endurskoðuð Spurður út í hvers vegna húsið við Ólafstún 14 hafi ekki verið rýmt segir Tómas það hús á mjög stóru hættusvæði undir varnargörðunum sem áætlað hafi verið að rýma við aftakaaðstæður. Það hafi verið og sé talin meiri hætta á flóðum úr Skollahvilftinni þannig að það svæði sem skilgreint sé með meiri hættu er undir þeim varnargarði. Þar sé til að mynda talin meiri hætta á yfirflæði. „Það er talin minni hætta á yfirflæði á Innrabæjargilsgarðinum. Það er miklu minni snjóflóðafarvegur og það koma miklu minni flóð þaðan,“ segir Tómas og bendir aftur á að það hafi komið í ljós að yfirflæðið yfir varnargarðinn við Skollahvilft hafi verið meira. „Þannig að á því hvor garðurinn er hættulegri er faglega rétt miðað við þær vísbendingar sem við höfum en við sjáum það núna að það ætti að vera stærra svona hættusvæði undir hinum garðinum og hættusvæðið undir Skollahvilftargarðinum á líka að vera stærra.“ Hættusvæðin báðu megin munu því væntanlega verða stærri þegar þau verða endurskoðuð en Skollahvilftarsvæðið stærra en það undir Innra-Bæjargili þar sem flóðin þar eru stærri. „En ástæðan fyrir því að það er þetta svokallaða B-svæði er undir Skollahvilftargarðinum en ekki hinu megin er þetta mat á því hvor staðurinn er hættulegri og svo þetta almenna vanmat á yfirflæðishættunni sem þarf að endurskoða,“ segir Tómas. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. Flóðið mældist á allt að 200 kílómetra hraða á klukkustund. Að sögn Tómasar er sá hraði meiri en gert var ráð fyrir við hönnun varnargarðanna. Þótt ekki sé til mæling fyrir flóðið sem féll úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús við Ólafstún 14 þá segir Tómas að ætla megi að hraðinn á því hafi líka verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir við hönnunina. Tómas segir að flóðin tvö á þriðjudagskvöld sýni að hættan undir görðunum hafi verið vanmetin. Hana þurfi að endurmeta. „Þessi flóð, sem eru mjög stór, þau fara yfir garðana mun meira heldur en hættumatið undir görðunum gerir ráð fyrir. Það er reyndar hættusvæði undir görðunum sem er mjög stórt þannig að það er gert ráð fyrir því að stærstu flóð fari að einhverju marki yfir garðana. Þá er hugmyndin að þetta svæði hafi verið rýmt í allra verstu kringumstæðum sem við vorum að hugsa um þegar hættumatið var gert þannig að hættusvæðið sem er afmarkað undir görðunum er í raun mjög stórt,“ segir Tómas. Á myndinni má sjá snjóflóð sem fallið hafa á Flateyri frá árinu 1997 en þau eru um tuttugu talsins. Varnargarðurinn sést neðarlega á myndinni fyrir miðju og þorpið Flateyri þar fyrir neðan.Veðurstofa Íslands „Þannig að þetta flóð, eftir þennan aðdraganda, kom okkur á óvart“ Það hafi hins vegar ekki verið talin hætta á slíku flóði við þær aðstæður sem voru á þriðjudag. „Þannig að þetta flóð, eftir þennan aðdraganda, kom okkur á óvart. Þetta flóð hefur ekki meiri aðdraganda en svo að við gerðum okkur ekki grein fyrir því að í þessu hættumati og við hönnun garðsins að þá er flæðið yfir garðinn meira heldur en við höfum gert ráð fyrir. Það kemur líka í ljós í mælingu á hraða flóðsins, sem er væntanlega meginskýringin á því hversu mikið flæðir yfir, að hraði flóðsins er meiri en gert er ráð fyrir við hönnun garðsins.“ Tómas segir möguleika snjóflóða til að flæða yfir fyrirstöður á borð við varnargarða vaxa mjög mikið með hraðanum. Yfirflæðið hafi reyndar verið minna þeim megin sem Innra-Bæjargil er en flóðið fór þar yfir varnargarðinn og lenti á Ólafstúni 14. Unglingsstúlka, íbúi í húsinu, lenti í flóðinu en var bjargað og slapp með skrámur. „Við höfum bara mælingu úr Skollahvilftinni en það má ætla, fyrst mælingin gefur þetta til kynna, og yfirflæðið sem er reyndar heldur minna Innra-Bæjargilsmegin, að hraði flóðanna sé nokkuð meiri, af því að möguleikar þessara flóða til að flæða yfir svona fyrirstöður, þeir vaxa mjög mikið með hraðanum, að þá er þessi hái hraði þarna, sem er meiri en miðað er við í hönnuninni, hann er væntanlega meginskýringin á þessu.“ Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðinu sem féll úr Skollahvilft á þriðjudagskvöld.Magnús einar Líkönin mjög mikil einföldun á því náttúrufyrirbæri sem hamfarasnjóflóð eru Að sögn Tómasar er ekki fræðilega góður skilningur á öllum atriðum í flæði snjóflóða. Þannig sé til að mynda vitað og hafi alla tíð verið að vitað líkön séu mjög mikil einföldum á því náttúrulega fyrirbæri sem hamfarasnjóflóð eru. „Og það eru reyndar vísbendingar um það í öðrum gögnum, snjóflóð flæða ýmist hratt eða hægt og það hefur mælst mjög mikill hraði á sumum flóðum sums staðar við einhverjar aðstæður sem við kunnum ekki alveg að greina og segja fyrir fram um, þá verður flæði flóðanna mjög mikið. Það er sem sagt skýringin á þessu og þetta þarf að skoða í sambandi við endurmat á hættu þarna undir görðunum sem blasir við að þarf að fara í núna,“ segir Tómas. Spurður út í það hvort önnur flóð hafi fallið á svæðinu í aðdraganda þessara tveggja flóða á þriðjudagskvöld segir Tómas ekki eiga von á því, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það. „Við eigum ekki von á því að það hafi áður fallið flóð þarna í þessari hrinu úr þessum farvegum. Við gerum ráð fyrir að snjóþekjan þarna hafi verið tiltölulega traust og þess vegna hafi hún náð að byggjast upp í mjög langan tíma. Það er ákveðið veikt lag í eldri snjó eða undir þessum snjó sem byrjaði að safnast í þessari hrinu. Við getum ekki sagt það með fullri vissu en við eigum ekki von á því að úr upptakasvæðinu að það hafi farið snjór frá því í desember þegar illviðrið var þá,“ segir Tómas. Frá Flateyri í gær en mikið hafði snjóað á Vestfjörðum alveg frá því í síðustu viku.haukur sigurðsson Segir hættuna á hafnarsvæðinu alveg ljósa og endurspeglast í hættumatinu Flóðið úr Skollahvilft gjöreyðilagði smábátahöfnina á Flateyri og nánast alla þá báta sem voru við bryggju á þriðjudagskvöld. Fréttastofa ræddi í gær við Guðrúnu Pálsdóttur, íbúa á Flateyri og eiganda útgerðarfyrirtækis þar í bæ, sem missti eina bát útgerðarinnar í flóðinu á þriðjudag. Hún lýsti því hvernig lífsviðurværi fjölskyldu hennar væri þar með farið og kvaðst á sínum hafa viðrað áhyggjur af því að varnargarðarnir myndu ekki geta varið smábátabryggjuna. Lítið hafi verið gert úr áhyggjum hennar og hlegið að henni. Spurður út í smábátahöfnina og hvort það hafi ekki verið skilgreint hættusvæði þá segir Tómas að það sé ekki miðað við það í varnarviðbúnaði að atvinnusvæði sé varið. „Það eru varnarvirki á mörgum stöðum landsins og þau eru byggð upp fyrir fjármuni úr Ofanflóðasjóði. Það hefur sem sagt verið mörkuð sú stefna, og það er alveg með meðvitaðri ákvörðun um það að íbúðabyggð, þegar ekki er búið að ljúka því verkefni að verja hana, þá hefur hún algjöran forgang. Þannig að það er ekki verið að verja atvinnusvæði eða atvinnuhúsnæði nokkurs staðar á landinu. Þannig að hættan á þessu hafnarsvæði, hún er alveg ljós, og hún endurspeglast alveg skýrt í þessu hættumati,“ segir Tómas og vísar til hættumats Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða á Flateyri. Flóðið sem kom úr Skollahvilft og fór niður á hafnarsvæði bæjarins var mjög stórt og á afar miklum hraða.haukur Sigurðsson Flæðið yfir varnargarðana nýtt vandamál Hann segir að það hafi verið metin hætta á talsverðum flóðum á Flateyri, bara ekki svona stórum. „Og það var búið að ganga frá því að það væri ekki fólk í ákveðnum húsum sem eru innan svokallaðs B-svæðis í þessu hættumati undir görðunum sem eru þarna í skjóli við Skollahvilftargarðinn. Nú eyðilögðust þau hús ekki en það var vissulega hætta á því vegna þessa yfirflæðis. Það var búið að rýma ákveðið svæði undir Skollahvilftargarðinum og það kom flóð 1999 sem fór áleiðis að smábátahöfninni. Þannig að það hefur allan tímann legið fyrir að það væri hætta í höfninni og að hún væri ekki varin og það hefur aldrei neitt komið til athugunar að verja hana.“ Tómas segir að snjóflóðahætta sé á atvinnusvæðum og í höfnum víða um land. Ef ekki sé fólk í byggingum á slíkum svæðum sé marklaust að rýma svæði þar sem fólk á bara leið um. Lögreglan stjórni hins vegar umferð um hættuleg svæði og mælist gegn því að fólk sé ákveðnu svæði eða fari um ákveðin svæði. „Hafnarsvæðið á Flateyri er eitt af þessum svæðum. Það er innan hættusvæðis. Þannig að þiggur í forsendum hættumatsins að það er hætta á hafnarsvæðinu,“ segir Tómas og bætir því að það sé mikill feginleiki hjá öllum að farið hafa svona vel og stúlkunni hafi verið bjargað lítið slasaðri. Hafnarsvæðið sé vissulega eitt af þeim svæðum þar sem hefði getað orðið slys hefðu menn farið óvarlega um það. „Þá er möguleikinn á slysi á hafnarsvæðinu augljós, sérstaklega eftir á, en hann er í rauninni ekki óvæntur að neinu leyti. Flæðið yfir varnargarðana er nýtt vandamál sem við þurfum að skoða í samráði við heimamenn þarna því þessir garðar hafa beint mörgum flóðum eins og er ætlast er til en þetta flóð og hraði þess er vandi sem við áttum okkur á núna. Sem betur varð ekki slys við að uppgötva það. En eyðileggingin þarna í höfninni er í rauninni afleiðing af þeirri stefnu stjórnvalda, og hún er í sjálfu sér ekki óskynsamleg, það er ákveðin hætta á mörgum atvinnusvæðum á landinu, í mörgum höfnum og á vegum ekki síst.“ Frá Flateyri í gær, daginn eftir flóðin.haukur sigurðsson Hættusvæðin báðu megin væntanlega stækkuð þegar þau verða endurskoðuð Spurður út í hvers vegna húsið við Ólafstún 14 hafi ekki verið rýmt segir Tómas það hús á mjög stóru hættusvæði undir varnargörðunum sem áætlað hafi verið að rýma við aftakaaðstæður. Það hafi verið og sé talin meiri hætta á flóðum úr Skollahvilftinni þannig að það svæði sem skilgreint sé með meiri hættu er undir þeim varnargarði. Þar sé til að mynda talin meiri hætta á yfirflæði. „Það er talin minni hætta á yfirflæði á Innrabæjargilsgarðinum. Það er miklu minni snjóflóðafarvegur og það koma miklu minni flóð þaðan,“ segir Tómas og bendir aftur á að það hafi komið í ljós að yfirflæðið yfir varnargarðinn við Skollahvilft hafi verið meira. „Þannig að á því hvor garðurinn er hættulegri er faglega rétt miðað við þær vísbendingar sem við höfum en við sjáum það núna að það ætti að vera stærra svona hættusvæði undir hinum garðinum og hættusvæðið undir Skollahvilftargarðinum á líka að vera stærra.“ Hættusvæðin báðu megin munu því væntanlega verða stærri þegar þau verða endurskoðuð en Skollahvilftarsvæðið stærra en það undir Innra-Bæjargili þar sem flóðin þar eru stærri. „En ástæðan fyrir því að það er þetta svokallaða B-svæði er undir Skollahvilftargarðinum en ekki hinu megin er þetta mat á því hvor staðurinn er hættulegri og svo þetta almenna vanmat á yfirflæðishættunni sem þarf að endurskoða,“ segir Tómas.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira