Dauðadómur yfir fyrrverandi forseta Pakistans ógiltur Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 13:35 Stuðningsmaður Musharraf mótmælir dauðadómi yfir honum í Karachi á nýársdag. Vísir/EPA Dómstóll í Pakistan felldi dauðadóm yfir Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta landsins, úr gildi í dag. Musharraf var dæmdur til dauða fyrir landráð í desember en málsmeðferðin var talin stríða gegn stjórnarskrá landsins. Sérstakur dómstóll dæmdi Musharraf til dauða um miðjan desember en hann kærði málsmeðferðina. Hæstiréttur í Lahore komst að þeirri niðurstöðu að stofnun dómstólsins sem dæmdi hann og skipan dómara hafi strítt gegn stjórnarskrá. Breska ríkisútvarpið BBC segir að dómurinn hafi því verið ógiltur og Musharraf sé frjáls maður. Musharraf, sem sat sem forseti frá 2001 til 2008 eftir að hann rændi völdum í Pakistan árið 1999, var fyrst ákærður fyrir landráð árið 2014. Þau átti hann að hafa framið með því að lýsa yfir neyðarástandi sem felldi stjórnarskrána úr gildi svo hann gæti setið lengur á forsetastóli árið 2007. Hann sagði af sér árið 2008 í skugga mótmæla og mögulegrar kæru fyrir embættisbrot. BBC segir að mögulega verði hægt að rétta aftur yfir Musharraf. Hann var ekki viðstaddur dauðadóminn í Pakistan því honum var leyft að yfirgefa landið árið 2016. Hann hefur dvalið í Dúbaí. Pakistan Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Pakistans dæmdur til dauða Fyrrverandi leiðtogi Pakistans, hershöfðinginn Pervez Musharraf, var í morgun dæmdur til dauða í höfuðborginni Islamabad. 17. desember 2019 07:52 Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. 17. desember 2019 19:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Dómstóll í Pakistan felldi dauðadóm yfir Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta landsins, úr gildi í dag. Musharraf var dæmdur til dauða fyrir landráð í desember en málsmeðferðin var talin stríða gegn stjórnarskrá landsins. Sérstakur dómstóll dæmdi Musharraf til dauða um miðjan desember en hann kærði málsmeðferðina. Hæstiréttur í Lahore komst að þeirri niðurstöðu að stofnun dómstólsins sem dæmdi hann og skipan dómara hafi strítt gegn stjórnarskrá. Breska ríkisútvarpið BBC segir að dómurinn hafi því verið ógiltur og Musharraf sé frjáls maður. Musharraf, sem sat sem forseti frá 2001 til 2008 eftir að hann rændi völdum í Pakistan árið 1999, var fyrst ákærður fyrir landráð árið 2014. Þau átti hann að hafa framið með því að lýsa yfir neyðarástandi sem felldi stjórnarskrána úr gildi svo hann gæti setið lengur á forsetastóli árið 2007. Hann sagði af sér árið 2008 í skugga mótmæla og mögulegrar kæru fyrir embættisbrot. BBC segir að mögulega verði hægt að rétta aftur yfir Musharraf. Hann var ekki viðstaddur dauðadóminn í Pakistan því honum var leyft að yfirgefa landið árið 2016. Hann hefur dvalið í Dúbaí.
Pakistan Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Pakistans dæmdur til dauða Fyrrverandi leiðtogi Pakistans, hershöfðinginn Pervez Musharraf, var í morgun dæmdur til dauða í höfuðborginni Islamabad. 17. desember 2019 07:52 Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. 17. desember 2019 19:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fyrrverandi forseti Pakistans dæmdur til dauða Fyrrverandi leiðtogi Pakistans, hershöfðinginn Pervez Musharraf, var í morgun dæmdur til dauða í höfuðborginni Islamabad. 17. desember 2019 07:52
Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. 17. desember 2019 19:00