Móðir barnanna handtekin grunuð um morð Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 10:06 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni. Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni.
Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48