Íslenskur leikmaður valinn í hóp verstu kaupa ensku úrvalsdeildarfélagana í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Úlfunum á móti Liverpool árið 2012. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Knattspyrnustjórum eru duglegir að tala um hversu erfitt er að kaupa leikmenn í janúarglugganum og hafa örugglega mikið til síns máls. Nú eru aðeins fimm dagar eftir af glugganum og það má búast við einhverjum látum á markaðnum í þessari viku. Tvö af bestu kaupum ensku úrvalsdeildarfélaganna í þessum glugga eru örugglega miðvarðarkaup Liverpool og Manchester United á þeim Virgil van Dijk og Nemanja Vidic. En það er líka nóg til að janúarkaupum sem hafa ekki gengið upp og fólkið á GiveMeSport hefur tekið saman verstu kaupin hjá öllum félögunum sem eru í ensku úrvalsdeildinni í dag. For every Virgil van Dijk and Nemanja Vidic, there’s an Andy Carroll and Alexis Sanchez https://t.co/ombbASFXWG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 26, 2020 Það sem vekur sérstaka athygli okkar Íslendinga er að Ísland á fulltrúa á þessum lista. Úlfarnir keyptu Eggert Gunnþór Jónsson frá Hearts í árs byrjun 2012 þegar hann var enn 23 ára og hafði verið hjá skoska félaginu í næstum því sex ár. „Íslenski miðjumaðurinn Eggert Jónsson kom til Wolves í janúar 2012 en féll með liðinu og var síðan leystur undan samningi þegar hann átti tvö ár eftir af honum árið 2013,“ segir í rökstuðningi á valinu á Austfirðingnum. Eggert Gunnþór var nýkominn til Úlfanna þegar knattspyrnustjórinn sem keypti hann, Írinn Mick McCarthy, var látinn fara. Mick McCarthy var búinn að vera hjá félaginu í meira en fimm ár. Eggert spilaði tvo leiki fyrir nýja stjórann það sem eftir var tímabilsins en annar þeirra var 5-0 tapleikur á móti Manchester United á heimavelli. Eggert fór frá Wolves til portúgalska félagsins Belenenses, spilaði eitt ár með með FC Vestsjælland, fór þaðan til Fleetwood Town í Englandi en hefur síðan spilað með danska félaginu SönderjyskE frá 2017. Verstu kaup stóru félaganna eru Kaba Diawara (Arsenal), Juan Cuadrado (Chelsea), Andy Carroll (Liverpool), Wilfried Bony (Manchester City) og Alexis Sanchez (Manchester United). Það má finna meira um þau með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira