Enski boltinn

„Ef þeir vinna úr­vals­deildina er þetta lík­lega besta lið Liver­pool í sögunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar marki í leiknum um helgina.
Liverpool fagnar marki í leiknum um helgina. vísir/getty

John Aldridge, Liverpool goðsögn sem lék með liðinu frá 1987 til 1989, segir að ef Liverpool-liðið í ár vinni enska titilinn er erfitt að horfa framhjá því sem besta lið félagsins í sögunni.

Liverpool er mer sextán stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 2-0 sigur á Manchester United um helgina og þeir hafa ekki tapað leik í 22 leikjum á leiktíðinni.

Aldridge var spurður út í það hvort að þetta lið væri það besta í sögu Liverpool sem hefur beðið eftir enska deildarmeistaratitlinum í 30 ár.

„Þú horfir á þetta lið og það er á meðal bestu liða Liverpool í sögunni,“ sagði Liverpool-goðsögnin í samtali við Sky Sports.

„Það sem þeir hafa gert á þessu ári er ótrúlegt og allt sem þeir hafa unnið. Ef þeir vinna úrvalsdeildina eru þeir líklega besta lið Liverpool í sögunni.“







„Síðustu tólf mánuðir hafa verið hreinlega ótrúlegir. Með Jurgen Klopp í stjórastólnum næstu fjögur árin eða svo þá gætu þeir gert það sem Man. City, Liverpool, Man. United og Arseal hafa gert í gegnum tíðina.“

Liverpool mætir Wolves á útivelli á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×