Fótbolti

Sjáðu aðra af stoðsendingum Ísaks í öruggum sigri | Jafnt í Íslendingaslagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann lagði upp tvö mörk í dag.
Ísak Bergmann lagði upp tvö mörk í dag. Vísir/Norrköping

Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp tvö mörk er lið hans Norrköping vann 3-1 sigur á Gautaborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir gerðu markalaust jafntefli er lið þeirra mættust.

 Ísak Bergmann lagði upp fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en Pontus Almquist skoraði það. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Norrköping var 2-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Christoffer Nyman eftir hálftíma leik. Heimamenn minnkuðu muninn eftir rúman klukkutíma en Jonathan Levi tryggði gestunum sigurinn með marki á 76. mínútu. Aftur var það Ísak Bergmann sem lagði upp en hann lék í stöðu vinstri kantmanns í dag.

Ísak var svo tekinn af velli skömmu síðar.

Norrköping er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 28 stig, sjö stigum minna en topplið Malmö þegar 16 umferðum er lokið.

Íslendingaliðin Djurgården og Rosengård gerðu markalaust jafntefli í úrvalsdeld kvenna í Svíþjóð í kvöld. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Djurgården og Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í þriggja manna vörn Rosengård.

Glódís Perla var á sínum stað í vörn Rosengård í kvöld.Vísir/Getty

Rosengård tókst þar með ekki að minnka forystu toppliðs Gautaborgar en Glódís Perla og stöllur hennar sitja sem stendur í öðru sæti með 26 stig, þremur minna en toppliðið. Djurgården er hins vegar í bullandi fallbaráttu.

Markatala liðsins er það eina sem heldur því frá fallsæti en það er með tíu stig líkt og Vittsjö og IK Uppsala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×