Kawhi Leonard fyrstur til að fá Kobe Bryant bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 07:30 Kawhi Leonard með Kobe Bryant bikarinn eftir Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt. Getty/ Jesse D. Garrabrant Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum. Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum.
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira