Rússar bjóða Hvítrússum betri kjör á olíu gegn innlimun Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 14:01 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti. Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti.
Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira