Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Andri Eysteinsson skrifar 29. febrúar 2020 10:21 Flóttafólk freistir þess nú að komast frá Tyrklandi til Grikklands. Getty/Anadolu Agency Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland. Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland.
Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira